Bolaöldusvæðið opnar laugardag 14.4.12 kl. 11 – Tímataka frá hádegi!!!

MX brautirnar eru báðar í toppstandi enda búið að renna yfir þær með jarðýtunni.

Slóðarnir á neðra svæðinu eru líka góðir og koma ótrúlega vel undan vetri. Vinsamlegast virðið það að einungis neðra svæðið er opið.

Árskort frá 2011 eru ekki lengur í gildi. Munið eftir miðunum, þeir fást hjá Olís Norðlingaholti. Ath líka þarf miða fyrir slóðakerfið. Fylgst verður með því hvort að menn eru með miðann Á HJÓLINU. Þeir sem ekki eru með miða verður umsvifalaust vísað af svæðinu.

Ps. Nýjustu fréttir – brautirnar eru eiginlega fáránlega góðar eftir veturinn. Allt frost er farið og hvergi drullu að finna í braut og sáralítið í neðra endurosvæðinu. Brautirnar er flott preppaðar, uppstökk og lendingar, rétt rakastig og röttar að myndast í öllum beygjum.

Til að toppa daginn á morgun ætlum við að vera með gangandi tímatöku ca frá hádegi á morgun. Allir sem eiga tímatökusendi (muna að hlaða sendinn!) geta því mætt og skráð sig og keyrt á brautina á tíma. Við setjum svo tímatökuna inn á MyLaps að degi loknum. Sum sagt, svæðið er klárt, veðrið lítur vel út og það er klárlega komið sumar. Sjáumst þar.

 

4 hugrenningar um “Bolaöldusvæðið opnar laugardag 14.4.12 kl. 11 – Tímataka frá hádegi!!!”

  1. Ein spurning, er ekki lengur „frítt“ í slóðakerfið fyrir þá sem eru félagar í vík ?

  2. Hrikalega góður dagur í dag. Það leit ekki sérlega vel út með opnun í morgun, rigning og snjókoma við fyrstu sýn. Á hádegi hætti úrkoman og þá tók snilldin við. Brautin upp á sitt besta, frábær mæting og mikið gaman. Tímatakan gekk reyndar brösuglega þangað til við fundum bilunina. Fæstir mundu eftir sendunum en skiptir engu. Tímarnir eru komnir á Mylaps hér: http://www.mylaps.com/results/showrun.jsp?id=2217695

    Flott mæting í dag: Viktor, Aron, Karen, Sölvi, Kjartan, Aron Berg, Hlynur, Oliver, Þorsteinn, Bína, Sverrir, Biggi, Eiki, Bryndís, Halli, Eyþór, Atli, Guðbjartur, Helgi, Maggi ofl ofl takk öll fyrir frábæran dag og magnaða opnun á sumrinu. Kv. Keli

Skildu eftir svar