Uppfærð frétt!!!!! Skráning í Klaustur að hefjast.

Þar sem mikil vinna hefur farið í það að samræma og lagfæra þá verður loksins opnað fyrir almenna skráningu Fimtudaginn 12.04.12 KL 22.00 .  Síðasti séns fyrir þá sem ætla að nýta sér forskráninguna rennur út á MORGUN 11.04.12 KL 22.00. 

Á morgun, Mánudaginn 12. mars, kl. 20.00, verður opnað fyrir Forskráningu í Klaustur – Off Road Challenge 2012.

Þeir sem hafa hug á að nýta sér það þurfa að lesa mjög vel upplýsingarnar sem eru hér fyrir neðan!

Eins og áður hefur komið fram geta þeir einir forskráð sig í keppnina sem eru á listanum frá því í fyrra. Sá listi er hér.

Forskráning verður opin í tvær vikur og líkur á miðnætti Sunnudaginn 25. mars n.k. Þau sæti sem þá standa eftir verða sett í „Fyrstur kemur – Fyrstur fær“ skráningu nokkru síðar.
Forskráning fer fram hér á vefnum – í gegnum sérstakt skráningarkerfi VÍK HÉR.

Fylla verður út alla stjörnumerkta reiti til að komast áfram í skráningarferlinu. Greiða þarf 10.000 króna keppnisgjald til að klára skráningu. Eingöngu verður mögulegt að greiða gjaldið með greiðslukorti.
ATH.  Mögulegt er að hætta í lok greiðsluferlist ÁN þess að hafa gengið frá greiðslu (ef menn lenda t.d. einhverju veseni með kortið). Keppandi skráist á keppnislistann, en er merktur með „Nei – Greiða“.  Mikilvægt er að átta sig á því að slíkar ófrágengnar skráningar falla út við lok Forskráningartímabils og teljast ekki með í loka lista!!
Ferlið er annars tiltölulega einfalt – og gengið er út frá að menn ætli í sama flokk og í sama lið og í fyrra.

Keppendur fá því sama keppnisnúmer og þeir höfðu í fyrra. Ef það er tilfellið með þig – þá getur þú hætt að lesa hér og hoppað yfir í síðustu málsgreinina. Hinir lesa áfram

  • Í einhverjum tilfellum þurfa/vilja keppendur sjálfsagt skipta um flokk – t.d. ef þriðji maður úr þremenningi verður ekki með, eða þá að tíminn sem nú er liðinn gefur möguleikann á að taka þátt í 90+ flokkinum.
  • Í einhverjum tilfellum vilja menn vera áfram í sama flokki en vilja setja saman nýtt lið með aðilum frá því í fyrra.
  • Í einhverjum tilfellum getur svo hugsast að aðeins einn úr liði ætli að nýta sér Forskráningu en stefni á að keppa með einhverjum sem ekki voru skráðir í fyrra. Þá verður sá hinn sami bara að nýta sér Forskráninguna með fyrirvara um að nýi félaginn/félagarnir nái að skrá sig í seinni skráningu. Í versta falli gæti slíkur aðili setið uppi með pláss í Járnkarlinum. Keppnisstjórn mun reyna hvað hún getur að bjarga málum fyrir þá sem standa frammi fyrir þessu.

Í ofantöldu tilfellum og reyndar ÖLLUM tilfellum, þar sem flokka/liðsskipan verður ekki eins og hún var í fyrra VERÐUR HVERT NÝTT LIÐ að sjá til þess að senda inn breytingar á flokka/liðsbreytingu á netfangið „skraning@msisport.is„.

Mynd: Víkingur Víkingsson
Startið á Klaustri 2010

Og takið nú vel eftir – Í „Subject“ skal skrifa: „Klaustur 2012 – Breyting“ og í texta þarf að koma SKÝRT fram: HVER (nafn & kennitala) er að fara úr HVAÐA Flokki/Liði (númer), í HVAÐA Flokk/Lið (númer) með HVERJUM (nafn & kennitala)!!
Í öllum bænum vandið ykkur nú við þetta! Þið sem breytið um flokk frá því í fyrra, athugið að skrá nýja flokkinn þegar þið Forskráið ykkur.

Allar flokka-breytingar verða eðlilega til þess að áður gefin rásnúmer nýtast ekki. Nýju númeri verður úthlutað. Þegar aðilar sameina lið, en verða áfram í sama flokki, verður lægsta keppnisnúmer viðkomandi aðila notað.

PS. Ef þú lendir í einhverjum vandræðum með Forskráninguna/greiðsluvélina, sendu þá athugasemd/lýsingu á netfangið skraning@msisport.is og taktu nú aftur vel eftir…! Settu í „Subject“ „Klaustur 2012 – Hjálp“ og láttu greinargóða lýsingu fylgja í texta….já og ekki gleyma að segja nákvæmlega hver þú ert (nafn, kennitala, sími).

Gangi ykkur vel!
VÍK/Keppnisstjórn.

14 hugrenningar um “Uppfærð frétt!!!!! Skráning í Klaustur að hefjast.”

  1. Skemmtilegt að birta kennitölur allra keppenda……fínn listi sem gæti nýst einhverjum vel.
    Annars er ekkert nema gott hægt að segja um allt annað…

  2. Kennitölur verða ekkert birtar ! bara samanburður á lista þegar skráð er í keppnina. þ.e.a.s ef þín kennitala var á listanum í fyrra þá færð þú rétt á forskráningu núna.

  3. Án þess að vilja setja útá þá sem leggja á sig það mikla og vanþakkláta starf að skipuleggja og halda keppnir,þá langaði mig að fá smá umræðu um keppnirnar sem eru haldnar hér hjá okkur,en þær eru að verða dálítið einsleitar að því marki að brautirnar eru flestar settar upp með sama sniði þ.e. mikið flæðandi,hraðar og lítið tæknilega erfiðar hindranir t.d. komandi Klausturskeppni er í raun (að mínu mati) crosscontry keppni með mjög litlum tæknilegum hindrunum eftir að mýrin var „löguð“.Með kveðju og von um að fá af stað umræður um hvort þetta sé það fyrirkomulag sem flestir vilja eða hvort menn vilji meiri Enduro með tæknilegum hægum hindrunum.

  4. hvenær ætlið þið í stjórninni að leiðrétta kennitölur sem fóru á mis milli ára svo að maður geti nýtt sér forskráninguna?? liðið mitt er búið að hafa samband við ykkur tvisvar sinnum með tölvupósti án þess að fá nein svör.

  5. málið er þannig að ég hef aldrei skráð mig á svona keppni, getur einhver sagt mér hvað ég þarf að gera til að geta skráð mig til dæmis með að þarf ég að vera með númer og hvað þarf að gera við hjólið svo að það er keppnisleyft ?

  6. 1. Skráir þig í keppnina þegar opnað verður fyrir almenna skráningu
    sú skráning opnar seinna í vikunni, það verður tilkynnt hér á
    síðunni.
    2. Þér verður úthlutað númeri fyrir þessa keppni.
    3. Hjólið þarf að vera skráð, tryggt og allar hlífar í lagi.
    4. Þú þarft að vera meðlimur í klúbbi sem er innan MSÍ.
    Annars er hægt að skoða reglur MSÍ http://msisport.is/content/files/public/reglur/enduro/Keppnisreglur%20MSI%20almennt.pdf

  7. Frá skráningardeild:
    Forskráning er opin í dag fyrir nokkra aðila sem höfðu réttmæta stöðu á listanum en höfðu vegna mannlegra mistaka annað hvort verið ranglega skráðir (rangar kennitölur o.fl.) eða voru hreinlega alls ekki á listanum. Þeir hafa núna möguleika í dag að klára sitt. Þeir aðrir sem eru á listanum en voru að gleyma sér, fá þá bara einn bónusdag til að ná að skrá sig.

    Það er ekki komin klár dagsetning á Seinniskráningu, en hún verður tilkynnt á næstu dögum með góðum fyrirvara hér á vefnum.

    Stay tuned!!

  8. Upprunalegur póstur

    Forskráning verður opin í tvær vikur og líkur á miðnætti Sunnudaginn 25. mars n.k. Þau sæti sem þá standa eftir verða sett í “Fyrstur kemur – Fyrstur fær” skráningu nokkru síðar.

    ATH. Mögulegt er að hætta í lok greiðsluferlist ÁN þess að hafa gengið frá greiðslu (ef menn lenda t.d. einhverju veseni með kortið). Keppandi skráist á keppnislistann, en er merktur með “Nei – Greiða”. Mikilvægt er að átta sig á því að slíkar ófrágengnar skráningar falla út við lok Forskráningartímabils og teljast ekki með í loka lista!!

    og svo er í uppfærslu á frétt í dag 10.4 2012

    Síðasti séns fyrir þá sem ætla að nýta sér forskráninguna rennur út á MORGUN 11.04.12 KL 22.00.

    er ekkert að marka það sem er skrifað hér á vef VÍK ?

  9. Sunnudaginn 25. mars ( 2 VIKUR SÍÐAN FORSKRÁNINGU LAUK)

    Er þetta ekki eitthvað grín eða hvað ?

    Er verið að opna forskráningu í 3 skipti ?

    Drífa sig að loka fyrir forskráningu, opna almenna skráningu og fara að klára þetta í eitt skipti fyrir öll, svo menn geti farið að plana góða keppni, mar veit ekki einu sinni ennþá hvort liðsfélagi sinn nái að skrá sig.

    arg þvílík vitleysa, sjaldan séð annað eins.

  10. Þar sem mikil vinna fór í leiðréttingar var ákveðið að framlengja forksráninguna. Ekki var hægt að hefja almenna skráningu fyrr en búið var að ganga frá forskránigarmálum.

    Ég geri mér grein fyrir því að núverandi stjórn og þeir sem koma að þessari vinnu eru með öllu vanhæfir. Ný stjórn verður kosin á næsta aðalfundi og er ég nokkuð viss um að þar verða laus sæti til að sækjast í. Amk verður mitt sæti ekki frátekið.

    Zico! Það vantar alltaf gott og öflugt fólk til að vinna, þar sem þú hefur sterkar skoðanir og óhræddur við að láta þær í ljós, hvet ég þig til að koma og vinna að félagsmálunum. Er ekki betra að eyða pirringnum í að vinna að málefninu heldur að röfla á kanntinum?

    Óli G.

Skildu eftir svar