Endurokeppni að Flúðum 12 Maí

Nú þegar 1. umferð á Íslandsmótinu í Motocrossi er lokið þá er undirbúningur fyrir 1. umferð Enduro CC í fullum gangi hjá Enduronefnd Vík ásamt heimamönnum. Það er að mörgu að hyggja hjá okkur VÍK mönnum þennan mánuðinn, en klúbburinn stendur fyrir 3 keppnum í þessum mánuði.
Lokahönd á merkingu Brautarinnar að Flúðum verður lögð núna í vikunni og svo er bara eftir að semja við veðurguðina góðu um að sannkallað Flúðaveður verði á keppnisdag.
Landið sem keppt er í tilheyrir bæ sem heitir Reykjadalur og er um 7-8 km frá Flúðum.
Það er okkar von í stjórn VÍK að framtak þetta hjá Flúðastrákunum að fá þetta land undir keppnina verði gott innlegg í keppnishaldið í Enduro CC þar sem að gott keppnisland er forsenda þess að keppnirnar verði skemmtilegar og spennandi fyrir alla.
Við viljum minna fólk á að skrá sig tímanlega á msisport.is. Skráningarfresturinn er til 21:00 núna á þriðjudagskvöldið, annað kvöld, og við hvetjum sem flesta hjólara til að vera með í þessu. Þessi keppni er tilvalin upphitun fyrir þá fjölmörgu sem ætla að vera með á Klaustri 27. Maí.
Meðfylgjandi video sýnir hluta brautarinnar sem keppt er í að Flúðum.


2 hugrenningar um “Endurokeppni að Flúðum 12 Maí”

Skildu eftir svar