Í kvöld verður vinnukvöld í Bolaöldunni og nú vantar okkur hjálp frá öllum sem vinnuvettlingi geta valdið. Það er margt sem þarf að laga og græja eftir veturinn og gera klárt fyrir keppnina á laugardaginn. Ýtan kemur á föstudag en það stendur ma. til að skrapa og mála og þrífa húsið, laga girðingar, hreinsa til, festa niður leiktækið, græja þvottaplanið, setja upp skilti, týna grjót, tengja vökvunarkerfið, hreinsa startplanið, merkja stökkpalla og margt margt fleira.
Allar hendur velkomnar, þetta er ansi mörg verkefni en klárast hratt ef margir mæta! Sjáumst 🙂