Um helgina verður árlega Erzberg enduro keppnin í Austurríki, sem er talin með þeim erfiðustu í heimi. Þetta árið verður Íslendingur (nánar til tekið Vestmannaeyingur) í keppninni í fyrsta sinn þ.e. Benóný Benónýsson sem keppir þar á GasGas 300ec fyrir Team Frændi/Háiskáli.
Keppnin byrjar í dag með RockedRide (brekkuklifur upp 3 brekkur) og svo er Prolog (tímataka) á morgun og á laugardaginn fyrir aðal keppnina sem er á sunnudaginn.
1500 manns eru skráðir í keppnina og af þeim fara 500 í aðalkeppnina á sunnudaginn,r eiknað er með yfir 45000 áhorfendum. Það verða flestir HardEnduro ökumenn heimsins í keppninni t.d.David Knight, Dougi Lampkin, Graham Jarvis, Xavi Galindo, Paul Bolton, já og svo Binni náttúrulega.
djöfullsins snillingur!! ÖFUND……
gangi þer vel með þetta verkefni kv Daði
brill ….
ein spurning ..veit einhver hvernig staðan er á ECC á Akureyri. Ekki hægt að skrá sig ..er þetta off ?
Sæll, veit ekki annað en að ECC á Akureyri verði haldið eins og til stóð og Msí vefurinn/skráningin er í góðu lagi. Prófaðu bara aftur. Kv. Keli
Getur ekki verið að ruglingurinn stafi af því að síðasti skráningardagur sé 05.06.2012 sem er liðinn og einungis 2 skráðir.