Ótrúlegt en satt, júní rétt byrjaður og þurrkur orðin eitt helsta vandamál í öllum brautum á suðvesturhorninu eins og er. En þrátt fyrir það að þá ætlar MotoMos að reyna við að vökva brautina þokkaleg svo hægt verði að hjóla í einhverjum brautum hér á suðvesturhorninu í þessari blíðu. Balli sprautari vökvaði í dag og ætlar að mæta aftur snemma í fyrramálið til að vökva á morgun hressilega rétt áður en við gerum ráð fyrir að opna svo hjólamenn geti hjólað við þokkalegar aðstæður. Við ætlum nokkrir að mæta rúmlega 12 á morgun og týna úr brautinni steina, allir velkomnir að týna, og síðan mun Balli láta dæluna ganga eins og tankarnir þola og vökva eins mikið og hægt er. Brautin verður svo opin fyrir fólk kl.13 og vonumst við til að sjá sem flesta þar sem ástand brauta er vægast sagt þurrt þessa daga og ekkert í kortunum sem segir að þetta sé að breytast á næstunni.
Að öðrum málum að frétta að þá mun MotoMos fá kurl til að setja í brautina og mun sú vinna hefjast í næstu viku. Er það von MotoMos að með kurlinu verður auðveldara að viðalda raka í brautinni og breyti upplifun ökumanna við að keyra. Þetta verkefni er langtíma verkefni en á næstum 3 – 5 árum að þá mun MotoMos setja um 60-70 rúmmetra af kurli á hverju ári í brautina í þeirri von að blöndun þess við núverandi efni geri brautina betri hvað raka og þurrk varðar.