Kári Jónsson kom fyrstur í mark í báðum umferðunum í Íslandsmótinu sem fram fór á Akureyri í gær. Ingvi Björn Birgisson veitti honum nokkra keppni í seinni umferðinni og endaði aðeins 50 sekúndum á eftir. Kári leiðir Íslandsmótið í ECC-1 með fullt hús stiga. Guðbjartur Magnússon náði ekki að klára seinni umferðina og fékk því engin stig, hann datt þar af leiðandi úr toppsætinu niður í það fjórða í ECC-2 keppninni. Má segja að spennan sé mest í þeim flokki núna.
Keppnin fór annars fram í góðu veðri og skipulagningin tókst vel. Flæðið var gott í brautinni en að venju voru nokkrar brattar og langar brekkur sem voru nokkuð erfiðar viðureignar.
ECC-1
- Kári Jónsson
- Bjarki Sigurðsson
- Gunnlaugur Rafn Björnsson
ECC-2
- Ingvi Björn Birgisson
- Jónas Stefánsson
- Valdimar Þórðarson
Kvennaflokkur
- Bryndís Einarsdóttir
- Signý Stefánsdóttir
- Aníta Hauksdóttir
B-flokkur
- Þórarinn Þórarinsson
- Ernir Freyr Sigurðsson
- Reynir Hrafn Stefánsson
40+B
- Leifur Þorvaldsson
- Birgir Guðjónsson
- Gunnar Haraldsson
B-85cc
- Viggó Smári Pétursson
- Sebastían Georg Arnfj Vignisson
Tvímenningur
- Gunnar Sölvason + Atli Már Guðnason
- Baldvin Þór Gunnarsson + Kristófer Finnsson
- Jóhann Gunnar Hansen Arnarson + Fjalar Úlfarsson
Nánari úrslit má nálgast hér
Þriðja umferðin – hring eftir hring á Racer Time Live
Fjórða umferðin – hring eftir hring á Racer Time Live
Yfirlit og staðan í Íslandsmótinu er á MyLaps.com
Flott braut. Hefði verið ennþá betri hefði rignt áður.Norðanmenn leggja metnað í þetta eins og áður.