Kári sigraði á Egilsstöðum

Kári Jónsson kom fyrstur í mark í báðum umferðunum á Egilsstöðum í dag.

Uppfært: Svo lítur út sem aðeins 4 keppendur voru í ECC1 flokki þannig að flokkurinn er ekki gildur til Íslandsmeistara. Líklega verður þessi keppni ekki talin með og hinar fjórar keppnirnar látnar gilda til Íslandsmeistara. Beðið er staðfestingar á þessu frá MSÍ.

ECC1

  1. Kári Jónsson
  2. Daði Erlingsson
  3. Haukur Þorsteinsson

ECC2

  1. Ingvi Björn Birgisson
  2. Guðbjartur Magnússon
  3. Hjálmar Jónsson

 B40+

  1. Hjörtur Pálmi Jónsson
  2. Sigurður Hjartar Magnússon
  3. Brynjar Kristjánsson

B85 flokkur

  1. Sebastían Georg Arnfj Vignisson
  2. Viggó Smári Pétursson

B-Kvennaflokkur

  1. Aníta Hauksdóttir
  2. Signý Stefánsdóttir
  3. Guðfinna Gróa Pétursdóttir

B-flokkur

  1. Þórarinn Þórarinsson
  2. Reynir Hrafn Stefánsson
  3. Sindri Jón Grétarsson

 

Tvímenningur

  1. Gunnar Sölvason / Atli Már Guðnason
  2. Árni Örn Stefánsson / Magnús Guðbjartur Helgasson
  3. Stefán Gunnarsson / Kristján Steingrímsson
Svona komu menn annars í mark, í þessari röð

Fyrri umferð:

  1. Kári Jónsson ECC1
  2. Guðbjartur Magnússon ECC2
  3. Daði Erlingsson ECC1
  4. Ingvi Björn Birgisson ECC2
  5. Hjálmar Jónsson ECC1

Seinni umferð

  1. Kári Jónsson ECC1
  2. Daði Erlingsson ECC1
  3. Ingvi Björn Birgisson ECC2
  4. Guðbjartur Magnússon ECC2
  5. Hjálmar Jónsson ECC1

Nánari úrslit og stigastaða er hér á MyLaps

7 hugrenningar um “Kári sigraði á Egilsstöðum”

  1. Vel að þessu staðið hjá heimamönnum og ekki skemmdi blíðan fyrir.
    En mikið væri gaman að sjá tíma blöðin.Per hring og mismunur í mark. Maður skilur ekkert í þessum tölum á my laps
    Getur ekki einhver skannað þetta inn .
    Takk

  2. Það skráðu sig 5 og get ég ekki betur séð en það sé nóg samhvæmt reglum reyndar eru reglurnar skrifaðar fyrir 2011 en það er jafnframt það nýasta á síðuni.

    Af vef MSISport.is
    http://msisport.is/content/files/public/reglur/enduro/Keppnisreglur%20MSI%20Enduro%20CC%202011.pdf

    1.3. Til þess að flokkur eða undirflokkur teljist löglegur þurfa minnst 5 keppendur að skrá sig í
    viðkomandi flokk.

    Einig af vef MSISport.is
    http://msisport.is/pages/motaskra/thatttakendalisti/?prm_race=5978

    Enduro CC-1
    1. 46 Kári Jónnson
    2. 298 Daði Erlingsson
    3. 139 Hjálmar Jónsson
    4. 10 Haukur Þorsteinsson
    5. 68 Ágúst H Björnsson

  3. Einn þessara 5 sem skráðu sig fékk verðlaun í ECC2. Þannig við bíðum staðfestingar á því hvernig hjóli hann var á. Annaðhvort skráði hann sig í rangan flokk eða fékk verðlaun í röngum flokki.

  4. Stjórn MSÍ hefur tekið málið fyrir, 5 einstaklingar voru skráðir í ECC1 flokk þegar skráningu lauk og telst flokkur því löglegur og gildir til Íslandsmeistara. Einn keppandi sem skráði sig í ECC1 keppti á 250cc hjóli og var því færður í flokk ECC2. Þetta hefur þó ekki áhrif á ECC1 flokkinn þar sem skráning var 5 keppendur eins og áður sagði.
    kv.
    Kalli

Skildu eftir svar