KKA hélt í dag 5. umferð Íslandsmótsins í motocrossi með glæsibrag á frábæru svæði sínu ofan við Akureyri. Öll aðstaða, veður og braut voru nánast eins og best varð á kosið ef frá er talinn frískur vindur sem gerði annað slagið vart við sig. Keppnin gekk einnig vel fyrir sig, lítið sem ekkert um óhöpp og flott stemning. Öll úrslit og tímar eru komnir á MSÍ síðuna hér: http://msisport.is/pages/urslitogstada/ Helstu úrslit urðu sem hér segir:
Opinn / 85 flokkur kvenna
1. Anita Hauksdóttir
2. Andrea Dögg Kjartansdóttir
3. Signý Stefánsdóttir
85 flokkur
1. Hlynur Örn Hrafnkelsson
2. Þorsteinn Helgi Sigurðsson
3. Kári Tómasson
MX Unglingaflokkur
1. Ingvi Björn Birgisson
2. Guðbjartur Magnússon
3. Hinrik Ingi Óskarsson
B-flokkur
1. Jóhann Smári Gunnarsson
2. Baldvin Þór Gunnarsson
3. Pálmar Pétursson
40+
1. Ragnar Ingi Stefánsson
2. Reynir Jónsson
3. Haukur Þorsteinsson
MX 2
1. Ingvi Björn Birgisson
2. Hjálmar Jónsson
3. Björgvin Jónsson
MX-Open
1. Viktor Guðbergsson
2. Sölvi Borgar Sveinsson
3. Aron Ómarsson
Maður dagsins var að öllum ólöstuðum Ingvi Björn Birgisson sem keyrði og vann bæði MX2 flokkinn og MX Unglingaflokkinn! Hann hefur líklega keyrt samtals um 50 hringi í brautinni í dag – geri aðrir betur 🙂
Akureyringar eiga heiður skilið og fá bestu þakkir fyrir frábæra keppni – takk fyrir daginn!