Ert þú áhugamaður um motocross og hefur aldrei tekið þátt í keppni en langar að prófa? Þá er Suzuki bikarmótaröðin rétti vettvangurinn fyrir þig. Allt sem þú þarft að gera er að senda tölvupóst á netfangið motomos@internet.is með upplýsingar um nafn, síma, hjólategund og kennitölu og þú getur orðið þátttakandi í bikarmótinu. Þátttökugjald er 3.000 kr. og þarf að leggja það inn á reikning MotoMos beint og er reikningsnúmer: 0315-13-301354, kennitala: 511202-3530 og senda svo kvittun á sama netfang. Sá sem skráir sig í nýliðaflokkinn þarf ekki að leigja sendir heldur er þetta hugsað fyrst og fremst fyrir þá sem langar að fá tilfinninguna fyrir því hvernig er að keppa í motocrossi. Ræst er eins og í venjulegri motocrosskeppni og aka ökumenn tvö moto samtals 10 mínutur + 2 hringir. Notast er við talningu og eru ökumenn því taldir í stað þess að nota tímasenda. Þetta er frábær leið til að kynnast sportinu og hvernig það er að keppa í motocrossi. Tekið skal fram að öll hjól í keppninni þurfa að vera skráð, þ.e. á númerum og tryggð. Það á við allar keppendur, ekki bara nýliða.
Skilyrði fyrir þáttöku í þessum flokk er að hafa ekki tekið þátt í íslandsmóti í MX Open eða MX2 áður. Hjólastærð er 125cc tvígengis eða stærra
Get ekki lagt inná fyrir keppnisgjaldi, Arion segir að þessi reikningur sé ekki til.
Kennitalan var vitlaus, er búin að laga 🙂
Kennitalan er ekki rétt hér fyrir ofan, Rétt reikningsnúmer: 0315-26-301354, kennitala: 511202-3530
reiknisnúmerið er rétt núna 😉
Úrslitin eru komin á MyLaps. Takk fyrir góðan dag. Kv.
http://www.mylaps.com/results/showevent.jsp?id=822845