Skráning nýliða í Suzuki bikarmótaröðinni á laugardaginn

Ert þú áhugamaður um motocross og hefur aldrei tekið þátt í keppni en langar að prófa?  Þá er Suzuki bikarmótaröðin rétti vettvangurinn fyrir þig.  Allt sem þú þarft að gera er að senda tölvupóst á netfangið motomos@internet.is með upplýsingar um nafn, síma, hjólategund og kennitölu og þú getur orðið þátttakandi í bikarmótinu.  Þátttökugjald er 3.000 kr. og þarf að leggja það inn á reikning MotoMos beint og er reikningsnúmer: 0315-13-301354, kennitala: 511202-3530 og senda svo kvittun á sama netfang.  Sá sem skráir sig í nýliðaflokkinn þarf ekki að leigja sendir heldur er þetta hugsað fyrst og fremst fyrir þá sem langar að fá tilfinninguna fyrir því hvernig er að keppa í motocrossi.  Ræst er eins og í venjulegri motocrosskeppni og aka ökumenn tvö moto samtals 10 mínutur + 2 hringir.  Notast er við talningu og eru ökumenn því taldir í stað þess að nota tímasenda.  Þetta er frábær leið til að kynnast sportinu og hvernig það er að keppa í motocrossi.  Tekið skal fram að öll hjól í keppninni þurfa að vera skráð, þ.e. á númerum og tryggð.  Það á við allar keppendur, ekki bara nýliða.

Skilyrði fyrir þáttöku í þessum flokk er að hafa ekki tekið þátt í íslandsmóti í MX Open eða MX2 áður.  Hjólastærð er 125cc tvígengis eða stærra

 

5 hugrenningar um “Skráning nýliða í Suzuki bikarmótaröðinni á laugardaginn”

  1. Kennitalan er ekki rétt hér fyrir ofan, Rétt reikningsnúmer: 0315-26-301354, kennitala: 511202-3530

Skildu eftir svar