Styrktarmót fyrir MXON í Álfsnesi sunnudaginn 2.sept


Þá er búið að opna fyrir skráningu í bikarmótið sem fer fram á sunnudaginn í Álfsnesi. Keppt verður í 4 flokkum og verður aðalatriðið að hafa gaman af deginum og sýna strákunum í landsliðinu að við stöndum á bakvið þá.

Hér eru flokkarnir sem keppt verður í

  • Mx Open:MxOpen + Unglingaflokkur ( þeir sem treysta sér ) + bestu úr B og MX 2.
  • Mx85 + kvenna: Mx kvenna + 85kvk + 85 KK
  • Mx B: Bestu úr 85cc KK,Unglingaflokkur, +40 )
  • C flokkur: í þennan flokk má ekki skrá sig ef viðkomandi hefur keppt á Íslandsmóti sl tvö ár, hugsaður fyrir byrjendur


Keppnin fer fram á sunnudaginn milli klukkan 11 og 16. Hver flokkur keppir í 2 X 15 mín. Keppnisgjald er 3.500 á mann óháð stærð eða aldri.

Skráning er hafin á síðu MSÍ:  http://www.msisport.is/pages/motaskra/ ….. skráningu lýkur kl 21:00 á föstudag.

Landsliðið skorar á ALLA til að vera með 🙂

Skildu eftir svar