Sá hörmulegi atburður varð í gærkvöldi að maður slasaðist við Lyklafell við Sandskeið, sem er nokkru vestar en Bolaöldusvæðið. Maðurinn var fluttur með hraði á gjörgæsludeild þar sem hann lést í nótt. Ekki er vitað nánar hvað gerðist eða hver átti í hlut. Við vottum aðstandendum hins látna innilega samúð okkar.
Félagið mun fara vel yfir hvað gerðist og yfirfara öll öryggismál á okkar svæði í kjölfarið.
Maðurinn sem lést eftir mótorhjólaslys á Sandskeiði á sunnudag hét Vilhjálmur Freyr Jónsson. Hann var 46 ára að aldri.
Vilhjálmur var véltæknifræðingur að mennt, fæddur 10. október 1965, til heimilis í Grundargerði 22 í Reykjavík.
Hann lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn.
af http://mbl.is/frettir/innlent/2012/08/21/lest_i_motorhjolaslysi/