Lokahóf MSÍ verður haldið laugardaginn
10. nóvember í Rúbín í Öskjuhlíð.
Dagskráin verður með nokkuð hefðbundnu sniði og ætlar hinn geðþekki fjölmiðlamaður Sóli Hólm að stýra veislunni. Verðlaun verða veitt fyrir síðasta keppnistímabil og ný myndbönd líta dagsins ljós, happdrættið verður svo á sínum stað og það er aldrei að vita nema að MX-TV komi með fréttaskot. Þegar þetta er allt yfirstaðið þá ætlar herðapúðinn og heitapottssjarmurinn sjálfur Siggi Hlö að trylla lýðinn fram eftir nóttu.
Matseðilinn er óvenju glæsilegur að þessu sinni, en hann lýtur svona út:
Forréttur:
Humarsúpa með koníaksbættum rjómatoppi.
Aðalréttur:
Kryddmarinerað lambafille borið fram með róspiparsósu, smjörsteiktu grænmeti og bakaðri kartöflu.
Eftirréttur:
Tiramisu terta.
Miðasala er hafin inn á vef MSÍ – www.msisport.is
Miðaverð er 8.900,- kr.