Betra er seint en aldrei en vegna anna að þá hefur ekki verið hægt að koma þessu í kring fyrr en núna. En næstu fjórar helgar, nánar á laugardögum, býðst félagsmönnum á aldrinum 12-16 ára frí námskeið hjá engum öðrum en Eyþóri Reynissyni margföldum Íslandsmeistara sem vart þarf að kynna. Námskeiðið er frá klukkan 13:00 og varir í þrjár klukkustundir í senn og á því að vera lokið um kl.16:00. Til þess að vera gjaldgengur á námskeiðið þarf unglingurinn að vera skráður í félagið MotoMos og er þetta eingöngu fyrir þennan aldurshóp, bæði stráka og stelpur. Við erum að renna nokkuð blint í sjóinn með þetta og vitum ekki hver þátttakan verður en vonandi verður reynslan góð og þá verður hægt að útfæra þetta betur ásamt að gera eitthvað fyrir yngri iðkendur frá aldrinum 6-12 ára. Þar sem við erum að gera þetta nokkuð seint á árinu og allra veðra von, að þá munum við færa þjálfunina í Þorlákshöfn eða fresta um helgi eftir þörfum. Alla vega við munum reyna að keyra á þetta næstu fjórar helgar og vonandi verða aðstæður til að klára þetta með stæl. Námskeiðsdagar er því eftirfarandi.
- Laugardaginn 27 október: frá kl.13 – 16
- Laugardaginn 3 nóvember: frá kl.13 – 16
- Laugardaginn 10 nóvember: frá kl.13 – 16
- Laugardaginn 17 nóvember: frá kl.13 – 16
Eins og tekið var fram að þá fer kennslan fram í MotoMos og eina gjaldið sem krafist er, er að viðkomandi sé með brautarmiða í brautina og árskortin gilda. Að öðru leyti er námskeiðið frítt fyrir iðkendur sem eru á aldrinum 12-16 ára. En algjört skilyrði að viðkomandi sé skráður og virkur félagi í MotoMos, þ.e. hefur greitt árgjaldið. Jafnframt ítrekum við það að þar sem allra veðra er von á þessum árstíma að þá áskiljum við okkur rétt til að færa námskeiðið til og hugsanlega verður farið til Þorlákshafnar ef aðstæður leyfa eða við færum til daga, þ.e. flytjum um eina helgi eða tvær. Við reynum bara að spila þetta eftir eyranu og vonum að þetta gangi upp.
Þeir sem vilja skrá sig og mæta á þessi námskeið, svo við sjáum fjöldann, er bent á að senda tölvupóst á netfangið: motomos@internet.is. ítreka enn og aftur að þetta námskeið er eingöngu ætlað fullgildum aðilum að MotoMos og fyrir aldurinn 12-16 ára. Sjáumst svo bara hress næsta laugardag í MotoMos og muna eftir brautarmiða, þ.e. fyrir þá sem ekki eru með árskort.