Nú styttist í Dakarrallið 2013 en það hefst samkvæmt venju fyrsta dag ársins.
Dakarrallið sem er stæðsta og erfiðasta rall ársins virðist auka vinsældir sínar með hverju ári sem líður því það fyllist í alla flokka mörgum mánuðum áður en rallið hefst. Það hafa aldrei verið fleiri keppendur en núna.
Þegar Dakarrallið færðist yfir til Suður Ameríku frá Afríku þá breyttist keppendaflóran svolítið því keppendum frá Suður Ameríku fjölgaði mikið, t.d. má nefna þá Patronelli bræður, þeir keppa á fjórhjólum en þau hafa nánast ekkert verið með og mjög lítið verið fjallað um þau í öllum fréttum frá Dakarrallinu. Gott gengi þeirra hefur vakið athygli á þessum flokki og í þetta sinn er 39 keppendur skráðir til keppni í fjórhjólaflokki.
Samkvæmt venju þá er mótorhjólaflokkurinn sá fjölmennasti og fyrsti flokkurinn sem fyllist strax en að þessu sinni eru 196 keppendur skráðir í flokkinn.
154 eru svo skráðir í bíla/jeppa/buggy flokkin en þar eru oft misskrítin faratæki og svo í þann flokk sem mér finnst gaman að sjá videó af, trukkaflokkurinn en þar eru 75 skráðir til keppni en eins og flestir vita þá eru ekki leyfðir aðstoðabílar eins og í flestum öðrum röllum svo aðstoðarbílarnir eru bara skráðir í keppni en vissulega er líka hörkukeppni í þessu tröllaflokki milli framleiðanda.
Það verður semsé mikið um dýrðir á nýársdagsmorgun þegar allur Dakar sirkusinn fer af stað en 464 keppendur eru skráðir.
Ég mun reyna eins og áður að setja inn fréttir af rallinu eins og tími vinnst til og vona að einhver hafi gaman að.
Dóri Sveins