Nú er seinni hluti Dakar rallsins hafin og hefst hann á lengstu sérleið rallsins heilir 593km en heildar kílómetrar dagsins eru 852km. Það er því eins gott að keppendur hafi náð að hvíla sig í gær og tekið hjólin líka í gegn því það er heilmikið eftir.
En það er sossum ekki mikil hvíld á þessum svokallaða hvíldardegi því keppendur eru bæði að dytta að hjólunum og svo eru fréttamenn mjög ágengir með að fá þá í viðtöl og allt tekur þetta tíma og orku en tilheyrir því að vera í Dakar rallinu. Það er einkennandi fyrir þá sem taka þátt í Dakar rallinu að í hvert skipti sem eitthvað kemur uppá þá heyrist í þeim „svona er bara Dakar“, þetta rall er svo hátt skrifað hjá keppnisfólki að það þykir heiður að taka þátt í því og því er aldrei hallmælt, bara sagt „svona er bara Dakar“.
En svona keppni er erfið og mikil afföll, þegar 8 dögum var lokið þá voru 42 mótorhjól dottin út, 11 fjórhjól, 47 úr bílaflokki og 10 úr trukkaflokki eða samtals 110 keppendur sem eru hættir keppni af ýmsum ástæðum.
Sérleiðin var tvískipt eins og svo oft áður, fyrstu 226km voru í grófu, grýtu og hlykkjóttu landslagi, svo tók við 122km svokallað hlutlaust svæði, hálfgerð ferjuleið með eldsneytisáfyllingum báðum megin og svo aftur 245km af því sama, hlykkjótt, þröngt og gróft og urðu keppendur að gæta vel að sér, halda einbeitingu alla leið því það væri vont að lenda í bilunum þarna þar sem viðgerðartrukkarnir fór aðra leið og erfitt að koma þeim þarna við, einnig var heilmikil gróður, tré og runnar sem þurfti að gæta sín vel á.
Joan Barreda Bort(Husqvarna) sem var í 42 sæti byrjaði ákveðið og var fyrstur á fyrsta eftirlitstpunkt sem er við 38km en á næsta eftirlitspunkt við 121km var Cyril Despres(KTM) komin með forustu, reyndar ekki nema 50sek. David Casteu(Yamaha) sem var í forustu fyrir þennan dag lenti í allskyns brasi í dag, þegar hann var komin 134km inná sérleiðina stoppaði hann og virtist eitthvað vera að hjólinu, hann fór svo af stað aftur en 80km seinna stoppaði hann aftur og leit út fyrir að hann væri bensínlaus 16km frá næstu áfyllingarstöð. Félagi hans úr Yamahaliðinu Vincent Guindani(Yamaha) stoppaði hjá honum og kom honum af stað en hann var búin að tapa 10mín á þessu stoppi. Olivier Pain(Yamaha) virtist einnig vera í einhverju brasi með sitt hjól.
Á leiðarpunkti við 226km sem var fyrir hlutlausa svæði var orðíð ljóst að Cyril Despres(KTM) var farin að brýna klærnar og var komin í þokkalega góða stöðu, var hann með rúmlega 4mín forskot á Joan Barreda Bort(Husqvarna), rúmar 5mín á Johnny Campbell(Honda) og tæpar 6mín á liðsfélaga sinn Ruben Farie(KTM). en vandræðum David Casteu(Yamaha) var ekki lokið, þegar hann skilaði sér útaf fyrsta hluta sérleiðarinar kom í ljós að hann var ekki bara í vandræðum með bensín heldur hafði kú líka stokkið fyrir hann á leiðinni og hann hjólað beint á hana og slasast á öxl og virtist vera talsvert meiddur, læknaliðið tjaslaði honum saman og hann fór aftur af stað.
En héldu vandræði áfram hjá keppendum, Johnny Campbell(Honda) var ekki komin nema um 30km inná seinni hlutann í dag þegar GPS fór að senda STOP merki frá sér. Fyrrum forustumaður Olivier Pain(Yamaha) lenti ofaní skurði og var fastur þar til Yamaha félagar hans, Michael Metge(Yamaha) og Vincent Guindani(Yamaha) sáu hann og aðstoðuðu uppúr skurðinum en hann tapaði talsverðum tíma á þessu. Sá sem átti líklega verstan dag var David Casteu(Yamaha) því það kom í ljós að bensíntankurinn hafði skemmst í byltunni með kúnni og var farin að leka, tafðist hann við viðgerð á tanknum og er búin að tapa miklum tíma í dag.
Maður dagsins var klárlega Cyril Despres(KTM), hann er búin að vera bíða eftir frábærum degi og svo sannarlega þá kom hann í dag. Hann var 11 af stað í dag og með góðum akstri og góðri tækni og ákveðin í að vinna þessa leið, upphaflega ætlaði hann að spara sig aðeins fyrri hlutann, passa uppá dekkin í öllu grjótinu, halda góðum hraða uppi í allan dag og eftir að hann náði forustunni þá gaf hann hana ekki eftir, náði að halda bilinu á milli sín og Joan Barreda Bort(Husqvarna) alltaf í 4-5mín og í lok dags munaði 4:03mín á þeim, Alessandro Botturi(Husqvarna) kom svo í 3 sæti 5:14mín á eftir, Ruben Farie(KTM) kom svo 7:47mín í 4 sæti og þar með komin með forustu yfir heildan og fimmti í mark í dag var Hélder Rodrigues(Honda). Er þetta fyrsti sérleiðasigur Cyril Despres(KTM) í þessum 35 Dakar ralli en sá 31 sem hann vinnur.
En við skulum heyra hvað kapparnir sögðu eftir daginn og byrjum á Ruben Farie(KTM) „mjög erfið leið 851km og 90% af því í gegnum skóglendi, það er rosalega langur dagur. Ég veit ekki hvað við þurftum að beygja oft í dag og það var líka heilmikið ryk. Ég ákvað að hjóla þetta ákveðið en samt af öryggi því ég vildi klára þessa leið. þó svo að ég sé með forustu yfir heildina núna þá er ég með báða fætur á jörðinni. Ég er hér til að aðstoða Cyril Despres(KTM) til að vinna sitt fimmta Dakar rall og það er það sem ég ætla mér að gera“.
Cyril Despres(KTM) sagði „þetta var góður dagur, fullt af beygjum og maður varð að vera ákveðin, þetta hefði aldrei gengið svona vel hjá mér ef ekki væri fyrir einkaþjálfarann minn sem heldur mér í góðu formi allt árið á reiðhjóli og Michelin dekkin virkuðu vel í dag. Ég vissi að þessi dagur yrði erfður líkamlega en ákvað að gefa mig allan í þetta, ég er með blöðrur á fótunum og er aumur í handleggjunum en ég varð að setja hnefann í borðið og segja „ég er hér“ Mig hlakkaði til þegar ég kom í endamark að sjá stöðuna, Við Ruben Farie(KTM) áttum góðan dag fyrir liðið og hann er líka í góðu formi svo þetta lítur vel út“.
Joan Barreda Bort(Husqvarna) sagði „ég vissi að ég yrði að reyna eitthvað í dag, vissi að þetta yrði erfitt því þetta yrði langur dagur, það er erfitt að halda einbeitingu svona lengi en það hafðist. Mér brá nokkrum sinnum á seinni hlutanum þar sem var sleipt og dekkin orðin ansi slitin en ég komst í gegnum þetta, það byrjaði samt ekki vel hjá mér, ég var 2mín of seinn af stað þar sem hjólið neitaði að fara í gang en að öðru leyti var dagurinn góður, komst heil í mark“.
Staðan í hjólaflokki eftir dag 9 er því svona:
1.sæti: Ruben Farie(KTM)…………….25:57:12
2.sæti: Cyril Despres(KTM)…………..+5:23mín
3.sæti: Francisco Lopez(Honda)……….+9:03mín
4.sæti: Ivan Jakes(KTM)…………….+16:56mín
5.sæti: Alessandro Botturi(Husqvarna)..+22:58mín
Það voru 27 fjórhjól sem fóru af stað í morgun, eftir að fyrstu 8 fjórhjólin fóru í gegnum fyrsta eftirlitspunkt við 38km var Ignacio Casale(Yamaha) með nauma 39sek forustu á ?ukasz ?askawiec(Yamaha), 45sek á Lucas Bonetto(Honda), 1:16mín á Sarel Van Biljon(E-ATV) og 1:23mín Marcos Patronelli(Yamaha).
Þegar fyrri hluta leiðar dagsins var lokið þá var ljóst að Sarel Van Biljon(E-ATV) var komin í forustu með 21sek á Lucas Bonetto(Honda) og 31sek á ?ukasz ?askawiec(Yamaha) en þeir börðust hart í dag, þegar þeir höfðu lagt um 1/3 af seinni hluta sérleiðarinar í dag munaði ekki nema 13sek á milli þeirra.
En við eftirlitspunkt 499km var þetta að breytast, ?ukasz ?askawiec(Yamaha) er með forustu en sá sem kom honum næstur, 1:39mín seinna var Marcos Patronelli(Yamaha) og Sebastian Husseini((Honda) kom rúmum 3mín seinna. Eitthvað virtust þeir Sarel Van Biljon(E-ATV) og Lucas Bonetto(Honda) hafa dregist afturúr.
Þrátt fyrir að vinna sína aðra sérleið þá er ?ukasz ?askawiec(Yamaha) einungis í 5 sæti yfir heildina rúmum 3 klukkutímum á eftir fyrsta manni.
Staðan í fjórhjólaflokki eftir dag 9 er því svona:
1.sæti: Marcos Patronelli(Yamaha………..29:06:19
2.sæti: Ignacio Nicolas Casale(Yamaha)..+1:32:28mín
3.sæti: Rafal Sonik(Yamaha)………….+2:08:44mín
4.sæti: Sebastian Palma(Can-AM)………+2:54:26mín
5.sæti: ?ukasz ?askawiec(Yamaha)……..+3:05:49mín
Dakar kveðjur Dóri Sveins