Dakar 2013 – dagur 8 – rigning settur allt úr skorðum.

Allt á floti

Það má segja að veðurguðirnir hafi stýrt 8 deginum í Dakar rallinu í dag, það ringdi svo mikið að stórir kaflar af fyrsta hluta dagsins sem voru komnir á kaf. það var því strax í ljóst í morgun að það yrði að sleppa fyrsta kafla leiðarinar og þar með voru trukkarnir t.d flautaðir út strax þar sem þeirra leið var eingöngu þar en bílar og hjól voru sett af stað á nýjum stað en gamanið stóð ekki lengi. En þegar rigningin jókst urðu síðustu 30km algjörlega áofærir og var því rauða flagginu veifað og endamark ákveðið við leiðarpunkt 2 sem var við 374km upphaflega en það var ekki svo langt vegna breytingana á fyrsta parti leiðarinar.

Þessi leiðindi í veðrinu gerði það einnig að verkum að allir vegir og slóður hurfu nánast og lentu nánast allir í því að villast á einhverjum tíma í dag, reyndar var við gatnamót þegar komið var 122km inná leiðina sem flestir villtust, höfðu þeir einhverra hluta vegna misskilið og fylgdu leiðinni með fjallinu í stað þess að fylgja ánni sem var rétta leiðin. Jafnvel toppökumennirnir lentu í þessu eins og Kurt Caselli(KTM) og Olivier Pain(Yamaha) en hann kom mjög illa útúr þessu, kom 77 í mark en tapaði samt ekki meiri tíma en það að hann er í 4 sæti í heildina. 

Sá sem slapp best útúr villunni var Joan Barreda Bort(Husqvarna) og skilaði það honum fyrstum í mark í dag, David Casteu(Yamaha) kom 6 í mark í dag en með því þá stakk hann sér í efsta sæti yfir heildina.

En skoðun aðeins efstu sæti dagsins því þar eru mörg ný nöfn, í 2 sæti var Bsandaríkjamaðurinn Johnny Campell(KTM)(67 sæti yfir heildina), Pedro Bianchi Prata(Husqvarna), Vincent Guindani(Yamaha) og Felipe Prohens(Honda) komust allir í fyrsta skipti í topp tíu, skiluðu sér í 4, 5 og 7 sæti.

Yngsti keppandinn þetta árið er hin 19 ára gamli Hollendingur Robert Van Pelt(Honda) kom áttundi í mark í dag og í 9 sæti var Bretinn Lyndon Poskitt(KTM) og í 12 sæti kom Spænska konan Laia Sanz(Gas-Gas) en hún er í sinni annari Dakar keppni.

D8-BarredaEn við skulum heyra í nokkrum af toppmönnunum, fyrst sigurvegara dagsins Joan Barreda Bort(Husqvarna), „þetta var góður dagur fyrir mig miðað við vandamál síðustu daga, ég meiddi mig á hendi við fall fyrir 2 dögum en er að skána og finn minna fyrir því á hjólinu. Ég náði fremstu mönnum fljótlega enda þeir búnir að vera villast um og gaf allt í botn til að vinna mér inn sem mestan tíma en þá gerðust líka mistökin, rétt undir lok leiðar þá tapaði ég áttum og David Casteu(Yamaha) skaust frammúr en ég hafði verið undan inná síðast leiðarpunkt svo ég vann daginn.

David Casteu(Yamaha) sem leiðir nú Dakar rallið sagði „rötun mín í dag bjargaði málinu, ég er í sjöunda himni yfir deginum, það er erfitt að vera í forustu og halda nægum hraða og einnig einbeitingu við svona aðstæður eins og í dag en mér tókst að halda einbeitingunni meðan öðrum urðu á mistök og er nú með forustu í Dakar rallinu, það er frábært“.

Fyrrum forustumaður Olivier Pain(Yamaha) sagði „hræðilega erfiður dagur í dag, jæja soldið erfiður, kannski mest vegna þessara mistaka sem maður gerði. Ég var að hugsa að ég yrði að halda einbeitingu við þessar aðstæður en svo gerðust mistökin, ég mætti Francisco Lopez(KTM) þar sem hann var að koma til baka eftir að hafa villst inní rangan dal, við vorum svo samferða og virtist allt ganga vel en vegna aðstæðna þá færðum við okkur alltaf lengra að fjallinu í stað þess að fylgja ánni. En þetta er bara svona, ég gerði stór mistök en það er mikið eftir svo þetta er ekki búið en, ég verð bara að einbeita mér vel, passa uppá hjólið og sjálfan mig og vona það besta“.

Svo er það meistari Cyril Despres(KTM) en hann lenti í gírkassavandræðum í gær en sjáum hvað hann hafði að segja „þetta var erfiður dagur að sumu leyti, eftir slæman dag á undan vegna vandræða með gírkassann þá vorum við frammá nótt að skipta um vél í hjólinu hjá mér en ég stend í mikilli þakkarskuld við pólskaOrlen liðið og þá sérstaklega við félaga minn Marek Dabrowski(KTM) en hann bauð mér vélina úr sínu hjóli. Fórum við 4, ég, Marek Dabrowski(KTM), Ruben Faria(KTM) og Kurt Caselli(KTM) í að svissa vélunum á milli og gekk það mjög vel. Við fáum reyndar 15mín refsingu fyrir þetta en það er mikið eftir svo ég hef litlar áhyggjur af því. Með þessari nýju vél gat ég náð réttum hraða en aðstæður voru erfiðar og slóðarnir lágu allir að fjallinu og einhverra hluta vegna þá elti ég þá þrátt fyrir að finnast að ég væri ekki á réttir leið enda hitti ég svo hóp hjólara sem voru greinilega villtir líka, þá stoppaði ég og fór að skoða leiðarbókina og bera hana saman við landslagið og þá tók ég ekki eftir að nokkrir hjólarar fóru aðra leið, ég tók svo ranga leið áður en það eru slæmir dagar, minna slæmir dagar og svo frábærir dagar og ég er að bíða eftir þeim dögum“.

Staðan í hjólaflokki eftir dag 8 er því svona:

1.sæti: David Casteu(Yamaha)……….19:56:33

2.sæti: Ruben Faria(KTM)………….+11:16mín

3.sæti: Francisco Lopez(KTM)………+12:00mín

4.sæti: Olivier Pain(Yamaha)………+16:10mín

5.sæti: Cyril Despres(KTM)………..+24:26mín

 

D8-BiljonÍ fjórhjólaflokki er Sarel Van Biljon(E-ATV) virðist vera á fljúgandi ferð og vann sinn annan sérleiðasigur í röð og færðist hann upp um eitt sæti yfir heildina við það en hann er samt ennþá 2 klukkutímum á eftir 1 sæti svo það er langt í land ennþá.

Forustumaðurinn Marcos Patronelli(Yamaha) kom tæpum 2 mín á eftir í mark og sá sem er næstur honum yfir heildina Ignacio Nicolas Casale(Yamaha) var aðeins sjöundi í mark.

Sarel Van Biljon(E-ATV) sagði „þetta var soldið snúin leið, sérstaklega á sandkafflanum í byrjun en það átti ég skemmtileg einvígi við Marcos Patronelli(Yamaha) en ég náði svo að búa til smá bil á milli okkar eftir að hann hafði gert smá mistök og nýtti ég mér það að fullu. Ég er ekki viss hvað ég nái að vinna mér inn mikin tíma en þetta er mitt fyrsta Dakar rall svo ég set þetta allt í reynslubankann og reyni að hafa gaman að þessu öllu í leiðinni“.

Marcos Patronelli(Yamaha) sagði „þetta var löng og erfið leið, hjólið er aðeins skemmt eftir daginn en leiðn var grýtt, skorningar og ofaná þetta allt saman var svo veðrið og færðin, ég er samt ánægður með að vera komin í mark. Hjólið er að standa sig vel og mig langar að nota tækifærið og þakka bæði Yamaha og liðinu mínu fyrir allt“.

Staðan í fjórhjólaflokki eftir dag 8 er því svona:

1.sæti: Marcos Patronelli(Yamaha)……….22:38:35

2.sæti: Ignacio Nicolas Casale(Yamaha)..+1:23:55mín

3.sæti: Sarel Van Biljon(E-ATV)………+2:00:29mín

4.sæti: Rafal Sonik(Yamaha)………….+2:03:44mín

5.sæti: Sebastian Palma(Can-AM)………+2:33:13mín

 

Nú er hvíldardagur og margir nota tækifæri og sofa á hóteli til að ná meiri hvíld en það er löng vika framundan svo það veitir ekki af því að hvíla sig vel.

Dakarkveðjur Dóri Sveins

Skildu eftir svar