Dakar – Dagur 2

Barreda

Þá er 2 dögum lokið í Dakar rallinu, fyrsti dagurinn var nú hálfgerð kynning, þ.e.a.s sérleiðin á 1 degi var ekki nema 13 km þó heildar km fjöldi dagsins væri 263 km.

Það var Chile maðurinn Chaleco Lopes(KTM) sem kláraði fyrstur, svo var það fjölbreytt flóra á eftir, Yamaha í 2 sæti, Honda í 3 sæti, Kawasaki í 4 sæti og svo Cyril Despres(KTM) í 5 sæti, Íslandsvinurinn Simon Pavey(Husqvarna) kláraði fyrsta dag í 69 sæti en þessi fyrsti dagur er nú ekki að gefa tóninn fyrir næstu daga.

En aftur að degi tvö. Dagleiðin var 327 km og af því heilir 242 km á sérleiðum. Það var spánverjinn Joan Barreda Bort(Husqvarna) sem kláraði í 1 sæti í dag, var hann 5:36mín á undan næsta manni sem var Portugalinn Ruben Faria(KTM) og í 3 sæti dagsins í hjólaflokki var Spánverjinn Juan Pedrero(KTM).

Joan Barreda Bort(Husqvarna) hafði þetta að segja eftir daginn „ég villtist aðeins í byrjun leiðarinnar en ég var alls ekki sá eini sem lenti í því en ég var fljótur að átta mig á þessu og leiðrétti mig og eftir það gekk allt eins og í sögu. Þetta var frábær dagur á „skrifstofunni“.

Ruben Faria(KTM) sagði þetta „loksins alvöru Dakar leið, þetta var ekki auðvelt, fullt af grófu köflum og svo líka hröðum köflum en svona vill ég hafa það og þetta er klassískt í Peru. Í var 7 á ráslínu í dag en eftir um 40 km var ég eitthvað áttavilltur og hengdi mig á Frans Verhoeven(Yamaha) en svo fór ég frammúr honum, en svo nálgaðist ég Cyril Despres(KTM) og við hjóluðum saman í gegnum allar sandöldurnar en þegar 2 km voru í mark stoppaði hjólið mitt. Ég opnaði bensíntankinn og þá hrökk það í gang og ég gat klárað, ég vona að þetta hafi því bara verið öndunarventillinn en ég er vissulega svolítið áhyggjufullur vegna næstu daga“.

Meistari síðasta árs Cyril Despres(KTM) misreiknaði sig aðeins í dag þegar hann ætlaði að reyna sleppa framhjá sandöldukafla og fara hringinn um hann en sú leið reyndist vera ansi seinfær og erfið svo hann tapaði miklum tíma á því.

Staðan í hjólaflokki eftir 2 dagar er því svona:

1.sæti: Joan Barreda Bort(Husqvarna)……03:24:11

2.sæti: Ruben Faria(KTM)………………+5:36mín

3.sæti: Juan Pedrero(KTM)……………..+6:36mín

4.sæti: David Casteu(Yamaha)…………..+6:58mín

5.sæti: Cyril Despres(KTM)…………….+8:50mín

 

Það má líka geta þess svona með að gamla hjólahetjan Stephan Peterhansel sem keppir í bílaflokki núna vann sinn 60 sérleiðasigur í dakar keppni.

D2-PatronelliÍ fjórhjólaflokki er það Marcos Patronelli(Yamaha) sem leiðir þar og kemur það engun á óvart. Var hann ekki lengi að sína heimamanninum Perubúanum Ignacio Flores Seminario(Yamaha) sem vann fyrsta dag hver væri meistarinn og munar nú tæpum 14mín á þeim. En við skulum gefa Argentínumanninum Sebastian Husseini(Honda) gaum en hann hefur klárað báða daganna í 2 sæti og er ekki nema 46sek á eftir 1 sæti.

Eftir þennan dag hafði Marcos Patronelli(Yamaha) þetta að segja „leið dagsins var hröð, mjög falleg en líka varasöm. En það gekk allt vel hjá mér, hafði smá áhyggjur vegna Ignacio Flores Seminario(Yamaha) sem hafði ræst á undan mér en það var óþarfi, dagurinn gekk flott upp svo ég er hamingjusamur með daginn“.

Sebastian Husseini(Honda) hafði þetta að segja eftir daginn „þetta var skemmtileg leið í dag og í raun eins og ég bjóst við á mínum heimaslóðum, fullt af sandi. En það sem skiptir mestu máli er að ég skemmti mér vel þrátt fyrir að þetta væri min fyrsta alvöru Dakarrallyleið en ég á margt ólært ennþá, sérstaklega varðandi rötun ofl. Dagurinn gekk semsagt mjög vel og ég er bjartsýn á framhaldið, vona að lukkan fylgi mér áfram“.

Staðan í fjórhjólaflokki eftir 2 dagar er því svona:

1.sæti: Marcos Patronelli(Yamaha)…………3:50:45

2.sæti: Sebastian Husseini(Honda)………….+46sek

3.sæti: Ignacio Nocolas Casale(Yamaha)……+9:19min

4.sæti: Ignacio Flores Seminario(Yamaha)…+13:44min

5.sæti: Rafal Sonik(Yamaha)…………….+17:52mín

 

Dakarkveðjur Dóri Sveins

Skildu eftir svar