Búið er að opna fyrir skráningu í öll þrjú mótin í Íslandsmótaröð MSÍ í Ískrossi. Síðasti dagur fyrir skráningu er kl. 21 á þriðjudagskvöldi fyrir keppnishelgina eins og verið hefur. Keppendum er bent á að lesa yfir reglur um Ískross. Muna ádreparar eru skilda. Keppendur í Opnum flokki athugið takmörk á fjölda skrúfa í dekkjum og lengd. Fyrsta mótið 2. feb. mun fara fram á Suðurlandi ef aðstæður leyfa, annars mun mótið færast norður til Akureyrar eða Mývatns. 2. og 3. umferð fara fram á Mývatni, laugardag og sunnudag sömu helgina.
Ein hugrenning um “Skráning hafin í Íscross”
Skildu eftir svar
Þú verður að skrá þig inn til þess að rita athugasemd.
Er hægt að upplýsa um fjölda skrúfa og lengd. Svo virðist sem að msí-vefurinn sé eitthvað að klikka. Fæ 404 villu á reglurnar í íscrossi.
http://www.msisport.is/content/files/public/reglur/isakstur/Reglur%20MS%C3%8D%20um%20%C3%8DsCross.pdf