Hér eru punktar úr fundargerð frá síðasta stjórnarfundi: Fullt af málum sem er verið að vinna í.
Fundargerð
Stjórnarfundur VÍK 10. janúar 2013 kl. 20:00
Fastir fundir ákveðnir – fyrsti þriðjudagur í mánuði kl. 20.00
Fjórhjólaleiga
Er að tæma gámana og hætta rekstri, Gámarnir verða fluttir af svæðinu
Leigan býður hjól á góðu verði
Skemma
Verið er að rífa gamla hlöðu með stálgrind. Mögulega er hægt að hirða stálgrindina og kaupa klæðningu á húsið. Skoðum málið.
Ískeppni á Rauðavatni 19. janúar
Spáin lítur ágætlega út fyrir þessa helgi. Reykjavíkurborg er með beiðni um leyfi fyrir akstri á Rauðavatni og eiga eftir að svara. Leirtjörn er möguleg til vara ef við fáum neitun. Skipulag keppni verður væntanlega útsláttarkeppni en kemur ekki í ljós fyrr en skráning er klár. Hugsað svipað og samhliða svigkeppni.
Klaustur
Vefur – valin vefslóð www.enduro-klaustur.is
Spurning að bjóða upp á fleiri flokka. Flottasti búningurinn, Flottasti pitturinn
Hjóna flokkur, Paraflokkur, Eldri hjól en 1995 – vintage iron keppni
Vantar meira og oftar efni inn á www.motocross.is
Allir stjórnarmenn vinsamlegast vera duglegir að vakandi fyrir að pósta á vefinn eftir efnum.
Hönnunarmál:
!!! var búinn að bjóðast til að hanna fyrir félagið – vefinn, merki fyrir Bolaöldu Klaustursvefinn, merki keppninnar, plaköt.
Félagsgjöld 2013
Setjum upp texta og sendum á stjórn til að gera klárt á vefinn
!!! ætlar að tala við !!! um að tengja kortagáttina fyrir fjölgreiðslur á vefinn
Tímabilið 1. Mars 2013 til 1. Mars 2014
Handhafi fær:
Félagsgjald, Árskort í brautir félagsins, Afslættir í verslunum, Aðgang að húsinu, Plastkort með félagsskírteini, Límmiða á hjólið/hjálminn, Öll aðstaða á svæðunum, Þvottaaðstaða, klósett, búnings og kaffiaðstaða, Vökvunarkerfi, Reglulegt viðhald á brautum, Enduroslóðakerfi, Ofl.
Félagsstarf:
Næringar námskeið: í janúar
Geir Gunnar Andersen crossfittari, klár í að halda fyrirlestur
!!! athugar með Geir og ákveðna dagssetningu
Skyndihjálparnámskeið: í febrúar
!!!, athuga með aðilann sem kenndi okkur í fyrra – athuga hana aftur
Vefmyndavél – !!! er búinn að finna vélina og lætur vita hvað hún kostar og þarf að gera. Skoða vélina í Hlíðarfjalli og Vegagerðina og hvað þeir eru að nota.
Fundi slitið 21:30
Gott að vita af ykkur sveittum að vinna fyrir okkur.
Takk 😉
Skemma undir litla braut eða tækjageymslu?
Skemman væri hugsuð sem tækjageymsla. Skemma sem gæti hýst braut væri allt annað og mun stærra dæmi. Gulli athugaðu með góðann spons í það þarna í ameríkuhreppi.
Greinilega gott starf í gangi þarna, hafið þökk fyrir !
Vil benda ykkur á að hafa samband við Frey Aðalgeirsson (s:660-1701) hjá LÍV varðandi vefmyndavélar, þeir hafa verið að setja upp vélar hér og þar og ættu að geta gefið góð ráð.
P.s. Hjónaflokkur á Klaustri myndi slá í gegn á mínu heimili !