VÍK blæs til sóknar og boðar byltingu er varðar félags- og brautargjöld til félagsmanna. Er það von stjórnar VÍK að með þessu sé komið til móts við sem flesta aðila sem að þessu sporti koma og jafnframt auki áhuga manna á að nýta sér þá frábæru aðstöðu sem er í boði og vera virkir félagsmenn. Ein breyting verður þó hvað varðar endurosvæði VÍK í Bolaöldu og það er að VÍK mun hér eftir rukka fyrir akstur á því svæði. En hér fyrir neðan má sjá það helsta.
- Almennt félagsgjald 5.000 kr. – óbreytt á milli ára
- Nýtt – Félags- og brautargjald sameinað í eitt fyrir allt árið eða aðeins 12.000 kr. sem gildir í allar brautir VÍK og er hægt að greiða með valgreiðslu fyrirkomulagi og greiða 1.000 kr. á mánuði í tólf mánuði, 2.000 kr. í sex mánuði eða með eingreiðslu (tímabil 1 mars 2013 til 1 mars 2014)
- Nýtt – Frítt fyrir 85cc tvígengis/150cc fjórgengis hjól og minni
- 50% afsláttur af æfingargjöldum hjá VÍK í sumar og frítt foreldrakort fylgir með
- Stakur miði í braut 1.000 kr. í bæði motocross og endurobrautir
Hér er um algjöra nýjung að ræða og munar engum um að greiða 1.000 kr. á mánuði sem gildir bæði sem félagsgjald í félagið og sem brautargjald í allar brautir félagsins. Einnig er frítt fyrr öll 85cc hjól og þaðan fyrir neðan og þar af auki býður VÍK nú í fyrsta sinn foreldrum krakka sem eru á æfingum að fá frítt kort sem fylgir því að vera með krakkana sem eru 16 ára og yngri á námskeiðum hjá VÍK. Þannig að nú er engin ástæða til að fara ekki með krakkana í brautir því það er frítt og þar að auki getur þú nú iðkað skemmtilegt sport á meðan börnin þín eru á námskeiðinu hjá VÍK.
Nú þegar er hægt að greiða félagsgjaldið á vef VÍK og er það gert með að smella á undirsíðuna/flipann „Félagsstarf“. 2013 ætlar sem sagt að verða árið :). Ef það eru einhverjar fyrirpurnir að þá er hægt að senda póst á netfangið vik@motocross.is
Gaman að sjá breytingar og vonandi að þetta nýttist sem flestum, varðandi enduroslóðana, gildir almennt félagsgjald fyrir að hjóla í slóðunum eða þarf að greiða aukalega í þá?
Eftir greiðslu á félagsgjaldi, fær maður ekki einhvern límmiða eða kort til að sanna félagsaðild?
Innheimta í slóðana kallar þá á þokkalegt viðhald á þeim og vonandi að þeir komi vel undan vetri svo það verði hægt að fara vinna í þeim snemma.
Kv.
Dakarinn
Nýtt – Félags- og brautargjald sameinað í eitt fyrir allt árið eða aðeins 12.000 kr. sem gildir í allar brautir VÍK,
hvernig er med tetta hvar ad borga 12.000 kr fyrir arsgjaldid svo kemur bara eins og eg eigi eftir ad borga fyrir arsgjaldid 2013 tegar eg reyni ad prenta ut felagsskirtina, hvernig get eg reddad tessu
Sælir, við munum gera árskort til að setja á hjólin og félagskort til að hafa í veskinu. Mögulega útbúum við líka límmiða en það á aðeins eftir að koma í ljós hvernig fyrirkomulag verður nákvæmlega á þessu. Þetta er talsvert utanumhald, prenta, plasta og senda eða láta sækja :/
Dóri, með þessu fyrirkomulagi borgarðu eitt gjald og færð aðgang að öllu sem er á svæðinu (nema kannski traktornum). Héðan í frá munum við því rukka í endurosvæðið eins og í mx-brautir – já ekki spurning, það þarf og verður unnið í slóðunum um leið og hægt er 🙂
Flott concept!!
hvernig er með fjölskyldugjald og brautargjald er ekki boðið upp það,breytir kannski ekki öllu en bara forvitni
Er hægt að fá einhverja kvittun fyrir þessu? Annað en færsluna á visa. Sem sagt staðfestingu á greiddum félagsgjöldum til að fá endurgreitt frá stéttarfélagi?
Sæll, það er minnsta mál að útvega þér kvittun. Sendu póst á vik@motocross.is og gjaldkerinn sendir þér nótu.
Heiðar, við höfum ekki ætlað okkur að vera með sérstök fjölskylduverð á þessum gjöldum þar sem allir á litlum hjólum fá frítt í brautirnar auk þess sem við höfum lækkað verðin það mikið. Eftir sem áður er reyndar hægt greiða fjölskyldugjald 9.000 kr. fyrir alla fjölskylduna.