Matarprógram – Pistill 5.

Matarprógram í boði Jóa Péturs, VÍFA Akranes / Boot camp Akranes. 

___________________________________________________

Gott er að eiga í skápnum

Kjöt og fiskur: Kjúklingur, kalkúnn, fiskur, túnfiskur, kjúklingaálegg og rautt kjöt, harðfiskur.

Egg: Eggjakaka, eggjahvíta á brauð og í salat.

. Mjólkurafurðir: Sykursnautt skyr, fjörmjólk, undanrenna, kotasæla, 11–17% ostur.

Ávextir og grænmeti.

.  Hnetur og fræ.

Kornmeti: Haframjöl, brún hrísgrjón eða hýðishrísgrjón, heilhveitipasta, gróft brauð, hrökkbrauð, sætar kartöflur, kúskús.

Morgunkorn og múslí.

Drykkir: Grænt te, sódavatn, hreinn ávaxtasafi – og vatn!

Holl fita: Ólífuolía, hörfræolía, ISIO-4.

Fjölvítamín og steinefni.

Gott er að hafa í huga

Til að ná líkamlegum og andlegum hámarksárangri er nauðsynlegt að tileinka sér gott og

hollt mataræði. Hvort sem markmiðið er að léttast eða þyngjast hefur líkami allra manna

sömu grundvallarþarfir: Að borða á 2–3 tíma fresti; innbyrða meira af kolvetnum fyrri

hluta dags og þá frekar grófmeti en sykur; neyta prótíns jafnt og þétt yfir daginn; neyta

 frekar ómettaðrar fitu en dýrafitu; drekka 2–3 lítra af vatni og miða máltíðir við

orkunotkunina næstu þrjá tíma. Ef þessum grundvallarreglum er fylgt eykst

vöðvamassinn áður en varir, fituhlutfall líkamans lækkar, orkan eykst og þessu fylgir

meiri einbeiting og aukin almenn vellíðan.

Með von um góðan árangur.

Boot Camp þjálfarar

Þá er það komið.

Þökkum Jóa Pétri fyrir. Vonandi geta hjólamenn nýtt sér eitthvað úr þessum pistlum. Ekki er öruggt að allt úr pistlunum henti. Leitið til fagmanna til að fá leiðbeiningar.

Skildu eftir svar