Vel heppnuð ískross keppni á Akureyri í dag

1. umferð Íslandsmótsins í ískrossi fór fram á Leirutjörninni á Akureyri í dag í björtu og góðu veðri og frábærum aðstæðum. Kári Jónsson tók vetrardekkjaflokkinn með trompi og sigraði öll sín moto með Bjarka Sig á hælunum í 2. sæti og Sigurð Bjarnason í þriðja sæti. Signý Stefánsdóttir sigraði kvennaflokkinn eftir harða baráttu við Andreu Dögg Kjartansdóttur. Ásta Margrét Rögnvaldsdóttir varð í þriðja sæti.

Opna flokkinn (skrúfugaurarnir) sigraði Jón Ásgeir Þorláksson með talsverðum yfirburðum en Anton Freyr Birgisson gerði þó sitt besta og veitti honum góða keppni, þriðji maður í opna flokknum varð svo Guðjón Vésteinsson.

Stebbi Gunn og Siggi Bjarna lögðu flotta braut á Leirutjörninni og var talsverður mannfjöldi samankominn til að fylgjast með keppninni sem var hluti af vetrarhátíðinni Éljagang sem fram fer um helgina á Akureyri. Tímatökubúnaðurinn var að stríða okkur með sambandsleysi og almennum leiðindum og því verður því miður ekki hægt að hlaða inn úrslitum og tímum á MyLaps í þetta sinn. Úr því verður bætt fyrir næstu keppni. Staða og úrslit úr hverju moto eru hér:

 

Opinn flokkur Moto 1 Moto 2 Moto 3 Overall
      Sæti stig Sæti stig Sæti stig  
687 Jón Ásgeir Þorláksson 1 25 1 25 1 25 75
960 Anton Freyr Birgisson 2 22 2 22 2 22 66
806 Guðjón Vésteinsson 3 20 3 20 3 20 60
876 Júlíus Gunnar Björnsson 4 18 5 16 4 18 52
630 Hlynur Orri Helgason 5 16 4 18 5 16 50
675 Sigurður Karlsson 6 15 6 15 6 15 45

 

Vetrardekkjaflokkur Moto 1 Moto 2 Moto 3 Overall
      Sæti stig Sæti stig Sæti stig  
46 Kári Jónsson 1 25 1 25 1 25 75
670 Bjarki Sigurðsson 2 22 2 22 2 22 66
101 Sigurður Bjarnason 3 20 3 20 5 16 56
629 Bjarni Hauksson 4 18 4 18 4 18 54
24 Jónas Stefánsson 6 15 6 15 3 20 50
29 Haraldur Örn Haraldsson 5 16 5 16 6 15 47
671 Einar Sigurðsson 7 14 7 14 dns   28
143 Halldór Gauti Helgason 8 13 8 13 dns   26

 

Kvenna flokkur Moto 1 Moto 2 Moto 3 Overall
      Sæti stig Sæti stig Sæti stig  
34 Signý Stefánsdóttir 2 22 1 25 1 25 72
51 Andrea Dögg Kjartansdóttir 1 25 2 22 2 22 69
532 Ásta Margrét Rögnvaldsdóttir 3 20 4 18 3 20 58
95 Ásdís Elva Kjartansdóttir 4 18 3 20 4 18 56

Keppendur, starfsmenn og áhorfendur fá bestu þakkir fyrir daginn.

 

Skildu eftir svar