Oft viljum við trassa það að skipta út keðjunni og tannhjólunum, afleiðing þess getur orði sú að keðjan slitnar í verstu mögulegu aðstæðum, hjá MX ökumanni er versti staðurinn í loftinu eftir uppstökk á palli. Hjá Enduro ökumanni er það langt uppí sveit og enginn til aðstoðar. Þegar farið er út í keðjuskipti er ráðlagt að skipta um tannhjólin í leiðinni. Ef sett er ný keðja á gamalt tannhjól þá mun nýja keðjan teygjast í samræmi við gömlu tannhjólin. Þið fáið ráðleggingar um hvaða keðja hentar fyrir ykkar hjól í næstu hjólabúð.
Klikkið HÉR, skoðið vel og drífið ykkur í að græja og gera.