Að lokum ætlum við að koma með nokkra punkta sem hinir ýmsu MEKKAR hafa gefið okkur.
Aldrei að byrja sumarið með gamalt bensín á tankinum. Notið það frekar á einkabílinn.
Skiptið reglulega um frostlöginn á tuggunni, hann er ekki bara fyrir frostþol, líka fyrir hitaþol og tæringu.
Skiptið MJÖG reglulega um olíu og olíusíu- þar sem það á við.
Bremsuvökva þarf að endurnýja reglulega, einnig þarf að yfirfara allan hreyfanlegan búnað í bremsunum og smyrja eftir þörfum. Að sjálfsögðu þarf að endurnýja bremsuklossa líka, en það vita allir.
Við þrif á hjólinu með háþrýstidælu skal ALDREI beina bununni beint að pakkdósum. Ef það er gert er hætta á því að vatn komist inn að legunum og skemmi þær.
Tæmið loft af framdempurum eftir hvern hjólatúr. ( hafið hjólið á standi með framdekkið á lofti ) Best er að gera það eftir þrif á hjólinu en ekki strax eftir hjólatúrinn.
Skiptið um olíu á dempurum amk einu sinni á ári, sérstaklega á þetta við framdemparana. Afturdemparaolían dugir aðeins betur, en þó skynsamlegt að endurnýja einu sinni á ári.
Ef ykkur vantar upplýsingar um reglulegt viðhald!! Spyrjið næsta vana hjólamann, margir hverjir eru hoknir af reynslu og finnst ekkert mál að segja til.
Vonandi hafa þessir punktar hjálpað ykkur eitthvað.
Og að sjálfsögðu að halda skrá um viðhaldið í símanum með Bike Notes.
http://www.itunes.com/apps/bikenotes
Og
http://www.itunes.com/apps/bikenotesfree
Fyrir takmarkaða fría útgáfu!
Kv frá Noregi Hákon Frank