Loksins gaf kuldaboli sig.
Opnum með pomp og prakt. Boðið verður uppá grillaðar pylsur og svaladrykk með, ef veðrið leyfir.
Minnum á að það verða allir verða að vera með miða eða árskort. Sjá upplýsingar um árskort HÉR: Við verðum með eftirlit á því.
Því miður er slóðasvæðið enn LOKAÐ vegna aurbleytu.
Róbert Knasiak og félagar hafa verið að græja og gera í vatnsveitumálunum hjá okkur. Þeir kláruðu verkið að mestu í kvöld og framvegis ættum við ekki að vera í vandræðum með vatn á svæðinu. Þeir hafa lagt mikla vinnu í að gera þetta vel og vandað, þökkum þeim kærlega fyrir gott verk.
En þeir sem eru búnir að borga árskort fyrir löngu en ekki fengið árskort í pósti 😉
Ég er líka að bíða eftir árskorti sem ég borgaði í byrjun april er von á því fyrir fimtudagin he he 🙂
Sælir.
Við erum að skoða málið hjá okkur. Virðist eitthvað hafa farið á mis. Stefnum á að vera með kortin uppi í Bolaöldu á morgun.
Sælir, sorrí – við vorum með e-h af röngum heimilisföngum og nokkur af þeim kortum sem hafa farið út komu til baka í pósthólfið okkar. Ég verð með þau í Bolaöldu í dag.
Allir sem hafa greitt eru á listanum sem verður upp frá en því miður höfum við bara ekki komist í að senda öll kort út ennþá. Reddum því asap. Kv. Keli
Ps. Rikki, þitt kort fór á Leifsgötu 7, fluttur?
Oskar S.E., ég sé ekki nafnið þitt á listanum, sendu mér póst á vik@motocross.is
Flutti frá Leifsgötu 7 fyrir ca 10 árum hehe Núverandi heimilisfang er Eyjahraun 24 þorlákshöfn ,var búin að breyta því í skráninguni hér , en eitthvað hefur farið úrskeiðis greinilega .
Kortið fannst á Leifsgötuni ahaha takk 🙂