Það var svakalega gaman hjá þeim sem mættu við opnun Bolaöldubrautar í dag. Þeir gæddu sér líka á gómsætum pylsum og svaladrykk ásamt því að skemmta sér vel. Brautin var líka í þessu fína standi. Geggjað gaman.
SLÓÐAKERFIÐ OPNAR Á MORGUN. Já þið lásuð rétt, HLUTI af slóðkerfinu opnar á morgun. Það sem við köllum neðri hlutatan af slóðasvæðinu opnar, það eru slóðarnir sem liggja út frá brautinni. Vinsamlegast athugið!!!!!!!!!
- Ekki keyra út fyrir slóðana, þetta er enduro, þó að það komi smá drulla eða snjór þá er það áskorun, ekki hindrun.
- Ekki fara í Bruggaradalinn, það er bannað hann er LOKAÐUR.
- EKKI FARA MIÐALSAUS Í SLÓÐAKERFIÐ, það kostar sama í slóðana og í brautirnar. Er ekki bara málið að kaupa sér árskort? Það kostar hvort sem er ekki nema 12.000kr með félagsgjöldunum, sumir myndu kalla það gjöf en ekki gjald. En við köllum þetta reyndar tilraun til að efla hjólamennskuna.
- Þeir sem það vilja, meiga fara í Jósefsdalinn en þar er slatti af snjó, eins og áður sagði, það er áskorun 🙂
LIKE 🙂
Svakaleg snilld er þetta. En BTW, hvenær má búast við því að fá árskortið sent heim? Svo maður verði nú ekki miðalaus….