1. umferðin í enduro er um næstu helgi og brautin lofar góðu

Við renndum í Sólbrekku með borða fyrir Jóa og tókum brautina út í leiðinni. Þetta verður bara skemmtilegt, brautin liggur þvers og kruss um svæðið. Startið verður á startsvæðinu og þaðan liggur brautin inn í og þvert yfir krossbrautina á nokkrum stöðum á skemmtilegan hátt. Þaðan í gegnum moldarkafla og þúfur af öllum stærðum með viðkomu í háum hólum sem umkringja brautina. Fullt af brölti og krefjandi leiðum en fært fyrir alla og vel það. Enn á eftir að setja borða á stikur og í beygjur á nokkrum stöðum og týna grjót hér og þar. Jói verður með vinnukvöld í vikunni og væri mjög sáttur ef menn koma og hjálpa til – þeim mun fleiri þeim mun minna mál. Og btw, krossbrautin er frábæru standi og því um að gera að renna suðureftir og hjálpa til og hjóla smá í leiðinni. Svo er bara að muna að skrá sig fyrir kl. 21 á þriðjudaginn (ekki klikka á því að mánudagurinn er frídagur 🙂

Og hér er hjálmavideo frá Jóa – reyndar e-h vesen á hljóðinu í upphafi en bíddu aðeins og þá kemur tústrókurinn inn

http://www.youtube.com/watch?hl=en&gl=US&client=mv-google&v=bosUBFu1zoM&feature=em-upload_owner&nomobile=1

Skildu eftir svar