Fyrsta umferð af þrem í krakkacrossi VÍK fór fram í kvöld við frábærar aðstæður í Bolöldu. Eiður Orri Pálmarsson var maður kvöldsins, keyrði einsog meistari í bæði 65 & 85 flokki, þetta er drengur sem við eigum eftir að sjá fara langt í framtíðinni en hann hefur æft á æfingum með VÍK síðastliðin 4-5 ár og er stöðugt að bæta sig. Í 50 flokki voru það Ingvar Sverrir & Arnar Búi sem unnu sitthvort moto-ið en Ingvar vann það seinna og sat því uppi sem sigurvegari dagsins, báðir strákarnir keyrðu af miklu öryggi.
50 Flokkur:
1. Ingvar Sverrir Einarsson KTM 50 SX
2. Arnar Búi KTM 50 SX
3. Gauti Jónsson KTM 50 SX
65 Flokkur:
1. Eiður Orri Pálmarsson KTM 65 SX
2. Guðlaugur Árnason Kawasaki KX 65
3. Bergþór Ólafsson Kawasaki KX 65
85 flokkur:
1. Eiður Orri Pálmarsson KTM 65 SX
2. Jóel Sævarsson Yamaha YZ 85
3. Sara Ingvadóttir Suzuki RM 85
Við viljum þakka styrktaraðilum fyrir verðlaunin en þau voru frá Pítunni, American Style, Aktu Taktu, Eldsmiðjunni, Sælgætisgerðinni GÓU, Ölgerðinni, Nítro og VÍK. Við viljum einnig þakka Pálmari & Davíð foreldrum fyrir aðsoðina við utan umhaldið og óskum eftir fleiri foreldrum í foreldra ráð til að halda þessu skemmtilegu fyrir krakkana. Við meigum ekki gleyma meistaranum, Garðari, fyrir að laga til brautinna og grilla pylsur ofan í alla.
Fylgist með á Motocross.is með dagsetningu á næsta móti.
‘