Því miður hefur sú staða komið upp vegna ástands jarðvegar fyrir norðan að færa þarf keppnina sem halda átti 15 júní á svæði KKA manna á Akureyri suður. Keppnin mun því fara fram á suðvesturhorninu og hugsanlega á suðurlandi en MSÍ mun auglýsa það nánar þegar endanleg staðsetning hefur verið ákveðin. Eins og staðan er í dag að þá er líklegast að keppnin fari fram á akstursíþróttasvæði VÍK við Bölaöldu en enduronefnd VÍK er að skoða aðra staði sem koma til greina og það verður að viðurkennast að fátt er um fína drætti hvað þetta varðar. Skráning í keppnina hefur ekki verið opnuð á vef MSÍ en það mun gerast á næstu dögum. Þannig að fólk verður að bara að vera duglegt að fylgjast með tilkynningum á vef VÍK og MSÍ. Jafnframt munum við tilkynna nýjan keppnisstað á fésið.
2 hugrenningar um “Enduro CC sem átti að vera á Akureyri 15 júní færð suður vegna ástands jarðvegar fyrir norðan”
Skildu eftir svar
Þú verður að skrá þig inn til þess að rita athugasemd.
Verður keppni 15 júní og þá hvar?
Nei, keppnin verður í Sólbrekku 22. júní sbr. frétt á MSÍ vefnum. Bolaalda hefur komið seint og illa undan vetri og rigning síðustu daga hefur ekki hjálpað. Við viljum hlífa svæðinu og Jói Kef og co voru tilbúnir að taka keppnina þessa helgi.
https://www.msisport.is/pages/frettir/?iw_content_rs_url=%2Fcontent%2Ffiles%2Fcms%2Farticle%2F2013%2F06%2F20130611-1932.article