BIKARMÓT Í BOLAÖLDUBRAUT. 27.08.13

Þar sem stóra brautin í Bolaöldu hefur fengið töluverðar breytingar undanfarið er nauðsynlegt að halda létta bikarkeppni. Við ætlum að skella upp keppni á Þriðjudag. Hefjum leika kl 18.00 með skráningu.

Keppnin verður með nýju sniði að þessu sinni. Hvert móto verður einungis þrír hringir hjá hverjum flokki. Þetta viljum við gera til þess að æfa stört og fá grimma keyrslu alla hringina og þar af leiðandi meiri skemmtun. Í staðinn fá allir fleiri umferðir. Og ekki má gleyma æfingu í því að starta á steypu.

SKRÁNING: Hér í athugasemdakerfinu, einnig á FB síðunni okkar, nú eða bara mæta á staðinn.

KEPPNI: Hefst kl 19.00 þá verðum við búin að raða upp þáttakendum í riðla. Hjólað verður eins og tíminn leyfir.

 FLOKKAR: Fer eftir mætingu. Allir velkomnir, líka óvanir.

ATH mæta tímalega því að upphitun er um leið og kependur hafa skráð sig og greitt.

ATH: BRAUTIN ER LOKUÐ FYRIR AÐRA EN ÞÁ SEM SKRÁ SIG Á ÞRIÐJUDAG.

Veðurspáin er fín. VEÐURSPÁ

 

Kostnaður er kr: 3000. Tímatökukerfið verður keyrt. Greitt á staðnum með peningum eða með greiðslukorti.

Brautin verður löguð á mánudag og nokkrar smávægilegar lagfæringar gerðar í leiðinni.

Gaman saman.

9 hugrenningar um “BIKARMÓT Í BOLAÖLDUBRAUT. 27.08.13”

Skildu eftir svar