Og þvílík snilld sem þessi dagur var. Brautin í toppstandi, fullkomið rakastig og hrikalega flott; frábært hjólaveður, logn, skýjað og hlýtt – dagurinn gæti ekki hafa tekist betur! KKA menn fá klárlega 12 stig fyrir þennan dag og keppni.
Keppnin var hörð í flestum flokkum. Eyþór sýndi frábæran akstur og sigraði bæði moto í MX Open eftir harða baráttu við Viktor og Bjarka. Kári Jónsson sem er efstur að stigum eftir 3. umferðir varð 5. eftir hetjulega baráttu; í fyrra mótoinu keyrði hann með brotinn skiptipedala og endaði þriðji og í seinna motoinu keppti Kári tvígengishjólinu og endaði þá fimmti! Kjartan Gunnarsson sigraði MX2 flokkinn.Guðbjartur Magnússon rúllaði hreinlega upp unglingaflokknum og er á öðru plani þar. Signý Stefánsdóttir var með fullt í hús í kvennaflokki. Viggó Smári Pétursson sömuleiðis í 85 flokki og Gyða Dögg Heiðarsdóttir í 85 flokki kvenna. Ragnar Ingi nokkur Stefánsson sigraði bæði motoin í 40+ og Michael B. David sigraði B-flokkinn.
Keppnin er komin inn á MyLaps síðuna hér: http://www.mylaps.com/en/events/938721
Staðan í Íslandsmótinu sést hér:
Skemmtileg keppni,glæsileg umgjörð og aðstæður. Einnig vert að þakka hversu fljótt úrslitin voru sett hér inn. Greinilegt að við áhugafólk um sportið stöndum í þakkarskuld við þá sem leggja til þá vinnu sem nauðsynleg er. Segi þess vegna : Takk fyrir mig!