MSÍ hefur keypt alla leigusenda af Nítró og mun framvegis sjá um útleigu á þeim til keppenda sem ekki eiga sendi. Þannig verður allt utanumhald keppna og tímatöku í höndum MSÍ. Því miður tókst ekki að klára að setja upp leigukerfi fyrir sendana í keppnisskráningarformið en það verður vonandi klárt fyrir næstu keppni. Þeir sem vilja leigja sendi fyrir keppnina um helgina geta pantað sendi með því að senda SMS með fullu nafni og kennitölu í síma 669 7131. Leigan á sendi kostar 5000 kr. fyrir fullorðna en MX-unglingar og 85 flokkur greiða 3000 kr.
4 hugrenningar um “MSÍ hefur keypt alla leigusenda af Nítró”
Skildu eftir svar
Þú verður að skrá þig inn til þess að rita athugasemd.
Er hægt að nálgast úrslitin frá UMFÍ mótinu á Höfn einhverstaðar?
Já, keppnin fer inn á Mylapsvefinn í kvöld.
Keppnin er komin inn hér: http://www.mylaps.com/en/events/938027
Takk fyrir