5. og 6. umferð Íslandsmótsins í Enduro ECC fer fram í Bolaöldu fer fram næsta laugardag 31. ágúst í Bolaöldu. Þar verður lagður uþb. 15 km langur hringur um kunnuglegar slóðir en þó með e-h skemmtilegu tvisti hér og þar. Við undirbúning keppninnar hefur verið leitað víða eftir hentugu svæði en án árangurs en staðan er sú að það er einfaldlega orðið mjög erfitt að fá land undir endurokeppnir á suður og suðvesturlandinu. Bolaaldan var því besti kosturinn í stöðunni. Spáin fyrir helgina lofar bara góðu og virðist eiga að vera bjart veður og þurrt (svona til tilbreytingar :). Það er því bara næsta mál að skrá sig, gera hjólið klárt og mæta á laugardaginn.