5. og 6. umferð Íslandsmótsins í Enduro fór fram í Bolaöldu

Enginn átti roð í Kára sem sigraði í 5. og 6. umferð í enduroinu í gær. Guðbjartur reyndi hvað hann gat til að brúa bilið en Kára varð aldrei ógnað. Haukur Þorsteinsson varð í þriðja sæti. Í kvennaflokki sigraði Signý Stefánsdóttir, Guðfinna Gróa varð önnur og Tedda gerði sér lítið fyrir og endaði þriðja. Góð helgi hjá þeim hjónum. Jökull Atli sigraði B flokkinn.
Þátttaka í þessari keppni var með eindæmum lítil og klárt að eitthvað þarf að breytast ef þessi mótaröð á ekki að líða undir lok. Þeir sem mættu virtust þó skemmta sér með ágætum og njóta dagsins. Við þökkum fyrir okkur og öllum þeim sem mættu.

Ítarleg úrslit og staðan í Íslandsmótinu eru hér fyrir neðan:

Íslandsmótið í Enduro 2013 – staða eftir umferðir 5 og 6

5. umferð – flokkar og hringtímar 31.8.2013

6. umferð – flokkar og hringtímar 31.8.2013

 

ENDURO ECC 5. og 6. umferð Íslandsmótsins í Enduro – Bolaöldu 31.08.2013
ECC
Umferð 1 Umferð 2
Sæti Stig Sæti Stig Lokastaða Númer Nafn
1 100 1 100             200 46 Kári Jónsson
2 85 2 85             170 12 Guðbjartur Magnússon
3 75 4 67             142 10 Haukur Þorsteinsson
5 60 3 75             135 669 Atli Már Guðnason
4 67 5 60             127 994 Aron Berg Pálsson
40+
Umferð 1 Umferð 2
Sæti Stig Sæti Stig Lokastaða Númer Nafn
1 100 1 100 200 36 Leifur Þorvaldsson
3 75 3 75 150 78 Árni Örn Stefánsson
5 60 2 85 145 155 Birgir Már Georgsson
2 85 5 60 145 48 Ernir Freyr
4 67 4 67 134 68 Ágúst H Björnsson
6 54 6 54 108 53 Elvar Kristinsson
7 49 8 45 94 564 Jósef Gunnar Sigþórsson
9 42 7 49 91 322 Ólafur Gröndal
8 45 9 42 87 540 Hörður Hafsteinsson
10 41 10 41 82 756 Jón Hafsteinn Magnússon
0 0 0 862 Guðmundur Börkur Thorarensen
Tvímenningur
Umferð 1 Umferð 2
Sæti Stig Sæti Stig Lokastaða Númer Nafn
2 85 1 100 185 54 Stefán / Magnús
1 100 2 85 185 213 Helgi / Hlynur
3 75 3 75 150 35 Pétur / Vignir
Kvennaflokkur
Umferð 1 Umferð 2
Sæti Stig Sæti Stig Lokastaða Númer Nafn
1 100 1 100 200 34 Signý Stefánsdóttir
2 85 2 85 170 25 Guðfinna Gróa Pétursdóttir
4 67 3 75 142 64 Theodóra Björk Heimisdóttir
3 75 4 67 142 132 Karen Arnardóttir
5 60 0 60 55 Magnea Magnúsdóttir
0 0 0 31 Aníta Hauksdóttir
B flokkur
Umferð 1 Umferð 2
Sæti Stig Sæti Stig Lokastaða Númer Nafn
3 75 1 100 175 326 Jökull Atli Harðarson
1 100 3 75 175 82 Haraldur Björnsson
2 85 2 85 170 104 Guðmundur Óli Gunnarsson
4 67 4 67 134 145 Arnar Gauti Þorsteinsson
5 60 5 60 120 515 Óskar Svanur Erlendsson
8 45 6 54 99 130 Björn Ingvar Einarsson
7 49 7 49 98 758 Sebastían Georg Arnfj Vignisson
9 42 8 45 87 20 Viggó Smári Pétursson
6 54 0 54 222 Valdimar Bergstað
0 0 0 146 Steinar Smári Sæmundsson

 

 

8 hugrenningar um “5. og 6. umferð Íslandsmótsins í Enduro fór fram í Bolaöldu”

  1. Frábær dagur og frábær brautarlagning….þið eruð ótrúlega duglegir að nenna að vinna fyrir svo fáa einstaklinga…takk fyrir mig 🙂

  2. Þetta var skemmtileg keppni fyrir okkur áhorfendur. Samt sem áður er lítil þáttaka áhyggjuefni. Gaman væri að þeir sem hafa einhverjar hugmyndir um hvernig mætti bæta úr því viðri sínar hugmyndir.

  3. Hef heyrt að margir séu ósáttir við að keppa í Bolaöldu. Hvað um hafa keppni á Enduro svæðinu í Þorlákshöfn?

  4. Já mögulega, maður heyrir þetta stundum. Sem er svolítið sérstakt ef maður horfir td. á keppnir eins og Gotlandskeppnina þar sem hefur verið keppt í sömu slitnu brautinni í 40 ár með trjárótum og öllu því rugli sem þar er. Það var ekki ætlunin að halda keppnina í Bolaöldu, en fyrst og fremst vegna þess hve svæðið er mikið keyrt. Ný svæði eru einfaldlega ekki auðfengin. Við erum undir smásjá bæði Ölfus og fleiri aðila með alla nýja slóðalagningu og við verðum því að passa vel upp á að svæðið verði ekki allt útsporað skipulagslaust. Keppni í Þorlákshöfn kemur án efa til greina en brautin þar hefur líka sína kosti og galla eins og aðrar brautir

  5. Þessi keppni var að mínu mati frábær og brautin mjög skemmtileg. Ég gæti trúað því að einhverjir þeirra sem ekki voru með myndu naga sig í handarbökin ef þeir sæju gopro mynd af hringnum. Takk fyrir mig !

  6. Sælir Brautin var mjög góð og skemmtileg, í henni voru moldarstígar,gras, þúfur,brekkur,úppsur,grjótkaflar,sandur,gil,malarvegur, kannski vatnaði bara malbikið. Keppnishald gekk einnig mjög vel. Frábært og Takk fyrir mig.

Skildu eftir svar