Kári Jónsson tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í MX Open flokki í síðustu umferð Íslandsmótsins í motocrossi sem fram fór í Bolaöldu í dag. Vélhjólaíþróttaklúbburinn hélt keppnina en hún átti að fara fram í gær laugardag en var frestað vegna veðurs. Aðstæður voru mun betri í dag, gola en skúrir annað slagið sem auk rigningarinnar frá því í gær gerði það að verkum að brautin var vel blaut á köflum. Það olli keppendum þó ekki stórum vandræðum en einn og einn tók þó jarðvegssýnishorn til öryggis en stórslysalaust sem betur fer.
Sigurvegarar dagsins voru Sölvi Borgar Sveinsson verðskuldað í Mx Open eftir flottan akstur, Guðbjartur Magnússon sigraði í MX2 og Unglingaflokki og landaði þar með Íslandsmeistaratitli. Signý Stefánsdóttir sigraði kvennaflokkinn örugglega og varð jafnframt Íslandsmeistari rétt eins og Viggó Smári Pétursson í 85 flokki en Ragna Steinunn Arnarsdóttir sigraði 85 flokk kvenna en þar varð Gyða Dögg Heiðarsdóttir Íslandsmeistari. Í heldri flokki 40+ manna sigraði Gunnar Sölvason með stæl en Íslandsmeistaratitilinn þar átti Haukur Þorsteinsson skuldlaust eftir öruggan akstur.
Nánari úrslit og lokastaðan í Íslandsmótinu er hér fyrir neðan
Keppnin er komin á MyLaps hér: http://www.mylaps.com/en/events/953732
Takk fyrir daginn og sumarið, en allir þeir fjölmörgu sem aðstoðuðu í dag fá sérstakar þakkir fyrir hjálpina 🙂
Hæ
Það er villa í kvennaflokknum. Brynja Hlífa kemur 2x fyrir og vantar hjá henni því samtals 40 stig í það heila. Ég get ekki betur séð en við það verði hún með 177 stig og þar með í þriðja sæti í það heila.
Það er líka villa í MX unglinga. Oddur Jarl kemur líka 2x fyrir.
Eitthvað ekki rétt með Mylaps.
Fæ bara Akranes keppnina þar
Hver a……! sorrí, þetta leit allt ágætlega út í gærkvöldi, en kannski hefur verið orðið eitthvað lítið eftir á batteríinu :/ Kíki á þetta eftir vinnu og laga.
Taka tvö, rétt úrslit og keppnin komin inn
Frábært sumar hvað motocross keppnir varðar. Þakka öllum þeim sem hlut áttu að því. Ekki síst öllum sem af dugnaði og elju unnu alla þá vinnu sem nauðsynleg er.