Dakar 2014 – Dagur 11 sérleið 10

Barreda

Leið dagsins var frá Iquique til Antofagasta, hófst hún á 53km ferjuleið, svo tók við 631km sérleið og endaði á 5km ferjuleið. Er sérleiðin tvískipt og kannski sem betur fer vegna lengdar hennar, fyrri parturinn er 231km og er að mestu sandur og möl, svo er tengileið sem er 185km og á malbiki, svo er það 215km lokakafli sem er sandur og grýtt undirlag og þar mun reyna á rötun því sú leið liggur um námusvæði og það eru slóðar og leiðir útum allt.

Það var ekki að trufla Joan Barreda(Honda) í dag að hafa fengið 15mín refsingu í gær vegna hraðaaksturs þar sem hraðatakmörkun er, má gera ráð fyrir að það hafi verið í gegnum eitthvað þorp eða svoleiðis, það gilda oftast hraðatakmarkanir og er vel fylgst með því að keppendur virði þær.

Tók hann sinn fjórða sérleiðasigur í Dakar 2014 eftir fantagóðan akstur í allan dag.

Fyrstur af stað í dag var forustumaðurinn Marc Coma(KTM) og var hann greinilega að hjóla til að spara bæði sjálfan sig og hjólið þar sem hann hélt jöfnum hraða í allan dag án þess að pressa til að vera fyrstur, fór svo að hann kom fimmti í mark 11:12mín seinna en heldur samt heildarforustu með 44:24mín í næsta mann.

Það má segja Joan Barreda(Honda) hafi nýtt sér aðstæður vel í dag, þar sem hann fór 10 af stað þá hafði hann næg för til að fylgja eftir og gat því einnbeitt sér meira að hraða en að rata, sýndi það sig líka við komuna í mark því þá hafði hann farið framfyrir 6 keppendur og náði sínum níunda sérleiðarsigri í Dakar, annar í mark í dag var liðsfélagi hans hann Helder Rodrigus(Honda) 8mín seinna og svo kom Cyril Despres(Yamaha) þriðji, var hann 9:40mín seinni.

Cyril Despres(Yamaha) fór annar af stað í dag og er einbeittur að ná hærra en hann var í 6.sæti yfir heildina fyrir þennan dag, var hann fljótur að ná Marc Coma(KTM) og fara framúr honum, nýtti Marc Coma sér það með því að fylgja förum hans til enda, munaði innan við 2mín á milli þeirra í lok dags.

Joan Barreda(Honda) sagði þetta í dag “það er ekki auðvelt að vinna 4 sérleiðir, ég er mjög sáttur þar sem ég er ennþá í baráttunni. Þetta var gott í dag, fínn hraði, nýtti mér förin hjá hinum til leiðarrötunar. En við skulum nú sjá svo hvað gerist á morgun, það er erfiður dagur framundan, mikill sandur og sandöldur, einnig er dagurinn eftir það erfiður svo það er mikið eftir. Marc Coma er með gott forskot en það getur allt gerst, þetta er ekki tapað ennþá”.

 

Cyril Despres(Yamaha) hafði þetta að segja “þetta var skemmtilegt, allar þessar sandöldur og dalir á milli þeirra. Ég náði Marc Coma eftir ca.14km og ég held að hann hafi viljað það og fá mig framfyrir sig til að hressa aðeins uppá leiðina, fór því svo að við hjóluðum saman nánast í allan dag á góðum hraða og aðrir virtust ekkert ætla ná okkur. Við hlógum af sjálfum okkur því við gleymdum okkur aðeins og beygðum of snemma, enduðum inní lokuðu gili og urðum að fara upp mjög bratta brekku til að komast inná leiðina aftur, hann náði því en mig vantaði 10metra í fyrstu tilraun, þetta var gaman. Svo náðum við aftur inná leiðina og hjóluðum hratt, það hentaði mér vel og ég færist ofar og ofar yfir heildina. Ég veit ekki hvort það dugir en það kemur í ljós”.

Marc Coma(KTM) sagði í kvöld “Cyril var mjög hraður í dag og ég reyndi að halda í við hann, við “svissuðum” til að halda meiri hraða í dag en þetta var ekki auðveldur dagur, langur dagur. En það eru líka erfiðir dagur framundan, stóru sandöldurnar við Copiapó á morgun og svo annar erfiður dagur eftir það en við sjáum til hvað gerist. En sem komið er gengur allt vel en það þarf ekki mikil mistök til að tapa”.

Fyrstu fimm í mótorhjólaflokki á degi 11(sérleið 10):

1 sæti Joan Barreda(Honda) 4:42:14
2 sæti Helder Rodrigus(Honda) +7:42
3 sæti Cyril Despres(Yamaha) +9:26
4 sæti Olivier Pain(Yamaha) +10:57
5 sæti Marc Coma(KTM) +11:12

Fyrstu fimm í mótorhjólaflokki eftir dag 11(sérleið 10):

1 sæti Marc Coma(KTM) 41:48:11
2 sæti Joan Barreda(Honda) +44:24
3 sæti Jordi Viladoms(KTM) +2:02:03
4 sæti Olivier Pain(Yamaha) +2:16:12
5 sæti Helder Rodrigus(Honda) +2:21:12

D11-CasaleEinvígið milli Ignacio Casale(Yamaha) og Sergio Lafuente(Yamaha) í fjórhjólaflokki heldur áfram og Sebastian Husseini(Honda) fylgir þeim eins og skuggi og bíður eftir að þeir geri mistök. Rafal Sonik(Yamaha) virðist aftur á móti búin að sætta sig við að hann vinni ekki og er farin að keyra hálfgerða vörn til að halda sinni stöðu en hann er í 3.sæti yfir heildina og langt í næsta mann.

En það var rússinn Sergey Karyakin(Yamaha) sem var aðeins að stríða þeim í dag og með hörku akstri náði hann að sigra leið dagsins. Kom hann 1:49mín á undan Ignacio Casale(Yamaha) sem er bara vel af sér vikið.

Fyrstu fimm í fjórhjólaflokki á degi 11(sérleið 10):

1 sæti Sergey Karyakin(Yamaha) 6:01:42
2 sæti Ignacio Casale(Yamaha) +1:49
3 sæti Sergio Lafuente(Yamaha) +3:46
4 sæti Victor Manuel Gallegos Losic(Honda) +10:24
5 sæti Jerimias Gonzalez Ferioli(Yamaha) +29:59

Fyrstu fimm í fjórhjólaflokki eftir dag 11(sérleið 10):

1 sæti Ignacio Casale(Yamaha) 51:54:19
2 sæti Sergio Lafuente(Yamaha) +24:36
3 sæti Rafal Sonik(Yamaha) +1:15:05
4 sæti Sebastian Husseini(Honda) +4:58:03
5 sæti Mohammed Abu-Issa(Honda) +9:31:14

Dakar kveðja

Dóri Sveins

Skildu eftir svar