SKRÁNINGU LÝKUR KL 20:00 Í KVÖLD. SÍÐASTI SÉNS ER NÚNA!!!!!!!!!!!!!!!!!
Þá er eins gott að þú farir að hysja upp um þig buxurnar og græja þig því að skráningu lýkur næst komandi SUNNUDAG 18.05.14 kl 20:00. Eftir það er ekkert má ég vera memm!!!
Leiðbeiningar:
1. Skráning fer fram á www.msisport.is undir Mótaskrá og Klaustur 2014
2. Þú þarft að vita notendanafn og lykilorð til að geta skráð þig inn á síðuna og skráð þig og félagana til keppni.
3. Velja Klaustur 2014 og viðeigandi flokk, Járnkall, tvímenning, þrímenning osfrv.
4. Ef þú keppir í tveggja eða þriggja manna liði skráirðu NAFN og KENNITÖLU liðsfélaganna ÁÐUR en þú ferð í að samþykkja keppnisyfirlýsinguna og borga.
5. Þessu næst áttu að geta borgað og klárað skráninguna
6. Ef þú lendir í vandræðum með innskráninguna heldurðu ró þinni, sendir póst á vik@motocross.is og við reynum að hjálpa þér. Eins gott að skoða það tímalega því skráningu lýkur kl 20:00.
Barna og unglingakeppnin á Klaustri
Eins og oft áður verður haldin Barna/Unglingakeppni á Klaustri þetta árið. Keppni er haldin fyrir 65/85cc/150cc hjól (12 til 15 ára strákar og stelpur) og algjöra byrjendur
Keppnin verður haldin að Ásgarði Laugardaginn 24 Maí milli 09-10.
Mæting/Skoðun/ Prufuhringur á milli 08-8-45. Ræsing í keppnina er klukkan 09 og keyrt í 60 mínutur.
Hluti af aðalbraut keyrð og hringir verða taldir þannig að það er ekki þörf á neinum tímatökusendi.
Allir fá medalíur. Ekkert skráningargjald.
Vinsamlegast tilkynnið skráningu á Guðbjart í e-mail guggi@ernir.is eða í gegnum síma 864-3066.
Taka þarf fram Nafn, Hjólastærð, Símanúmer aðstandenda, og keppnisnúmer.