Bolaalda og HETJURNAR

Því er þannig farið í öllu íþróttastarfi að það þarf sjálfboðaliða til að láta dæmið ganga upp. Því ef ekkert er sjálfboðastarfið þá er ekki hægt að reka klúbbana af myndarskap. Í öllum brautum landsins eru grjóthart fólk sem vinur að hugsjón við uppbyggingu fyrir sitt félag. Í okkar klúbbi eru að sjálfsögðu svona hetjur. Undanfarna daga hefur hinn grjótharði Róbert og hans félagar verið að koma upp aðstöðu fyrir Enduro-Cross  og svona í leiðinni verið að græja og gera vökvunarkerfið. Í gær mættu þeir fyrstir á svæðið og þegar fréttaritari vefsins fór, með síðustu mönnum af svæðinu, voru Robert og co enn að störfum. Þeir eru hluti af okkar grjótharða fólki sem elskar sportið mikið og fórnar frítíma sínum fyrir okkur hin.photo 1

photo 22

Skildu eftir svar