Þvílík snilld í dag, keppni lauk kl. 18 eftir sex tíma keppni í frábærum aðstæðum. Létt demba í startinu bleytti rykið og svo var þurrt fram eftir degi. Rúmlega 270 keppendur í 130 liðum tóku þátt og börðust í hörkureisi í allan dag. Einungis minni háttar óhöpp urðu í keppninni sem var virkilega ánægjulegt. Sigurvegarar dagsins urðu sem hér segir:
Tvímenningur, karlar:
1. Haraldur Örn og Guðbjartur
2. Atli Már og Guðmundur
3. Björgvin og Hjálmar
Tvímenningur, konur:
1. Guðfinna Gróa og Björk
2. Theodóra og Laufey
3. Sigþóra og Helga
Járnkallar:
1.Kári
2. Jónas
3. Guðmundur
Járnkellur
1. Brynja Hlíf
2. Ragna
Þrímenningur:
1. Ásgeir, Örn og Hinrik
2. Haraldur, Skúli og Viktor
3. Hrafnkell, Helgi og Hlynur
100+ flokkur
1. Torfi og Heimir
2. Einar og Kjartan
3. Eysteinn og Pierre
90+ flokkur
1. Haukur og Ragnar
2. Stefán og Kristján
3. Grétar og Gunnar
Paraflokkur
1. Oddur og Sóley
2. Valdimar og Guðbjörg
3. Klara og Haukur
Afkvæmaflokkur
1. Ólafur og Gísli Þór
2. Pétur og Viggó
3. Ernir og Auðun
Sérstök tilþrifaverðlaun fékk Birgir málari Guðbjörnsson fyrir slaka nýtingu á brautinni en hann datt eftir 4 beygjur og fór úr axlarlið … tvisvar. Hann fær bataóskir frá öllum.
Við þökkum öllum keppendum fyrir skemmtilega keppni og Kjartani og öllum á Ásgarði fyrir einstakt samstarf. Sjáumst að ári
Hægt er að skoða ítarleg úrslit á racetimerlive.com (afsakiði bara íslenskustafaskortinn)