KLAUSTUR 2014. MINNISPUNKTAR

  1. ATH að einungis verður skaffaðir límmiðar á eitt hjól fyrir hvern keppanda. Hægt er að panta aukasett hjá Merkistofunni gegn sanngjörnu gjaldi.
  2. Skoðun – pappírsfrágangur og keppendafundur verður miðvikudaginn 21. maí nk. hjá BL á Sævarhöfða 2, 110 Reykjavík frá kl: 18:30 – 20:00. Koma þarf með kvittun fyrir félagsgjöldum ( eða félagsskírteini ) og pappíra fyrir tryggingarstaðfestingu. Hjól VERÐA að vera í lagi, bremsur – öll handföng og grip heil, engir hlutir á hjóli sem gætu skaðað aðra keppendur ( brotin plöst eða handahlífar )
  3. Skoðun verður einnig á Klaustri föstudaginn 23. maí 2014 kl. 19-21 og laugardag 910:30. Eftir það verða engin hjól skoðuð = engin keppni fyrir þá sem koma ekki fyrir 10:30!
  4. Hvetjum alla sem tök hafa á að koma á Sævarhöfðann n.k miðvikudag og klára sín mál til að flýta fyrir á laugardeginum.
  5. Ath. að í pittinum á Klaustri er ekki heimilt að gista þe. tjalda eða vera með húsbíla. Sér tjaldstæði verður rétt hjá keppnisbrautinni .
  6. Til að koma með hjól í skoðun á Klaustri: Ekki er heimilt að gangsetja og keyra á hjólunum, nota skal handaflið sem er jú góð upphitun. Í keppninni og fyrir start skal aka um pittinn í 1. gír. Brot á því kostar 10 mín VÍTI í keppninni.
  7. Keppendalisti verður gefinn út að lokinni skráningu. Fylgist með hér á síðunni mánudaginn 19. maí nk.

Skildu eftir svar