SKOÐUN FYRIR KLAUSTUR 2014

Miðvikudag 21.05.14 verður skoðun og skráning fyrir keppendur.

Skoðunin verður í húsnæði BL að Sævarhöfða.

Skoðunin hefst kl 18:15 og hvetjum við alla sem mögulega hafa tök á að klára skoðun og skráningu á morgun. Það léttir mjög á okkur þar sem verkefnin á Klaustri eru mörg og mannskapur af skornum skammti.

Hafa með sér skráningarnúmer af hjólunum eða tryggingarstaðfestingu. Þáttökutilkynning verður úprentuð og tilbúin til undirritunar

Ef hjólin standast ekki skoðun verður þeim vísað frá, möguleiki er að láta skoða hjólin aftur á Klaustri.

Einnig verður skoðað á eftirfarandi stöðum á landinu:

Selfoss: Axel verður með skoðun á fimmtudagskvöld kl. 20 við Selfossbrautina
(keppendur þurfa að staðfesta komu sína í skoðun í gegnum FB síðu UMFS fyrir kl. 15 á morgun miðvikudag)
Egilsstaðir: Páll verður með skoðun hjá Rafey að Miðási 11 á Egilsstöðum á fimmtudag á milli 18-20 á fimmtudag
Akranes: Jói Pétur verður með skoðun að Akurgerði 20 á fimmtudaginn kl. 20 – keppendur staðfesti komu sína við Jóa fyrir 15 á morgun
Akureyri: Siddi á sér um persónulega skoðun á Akureyri og mætir heim til keppenda á morgun

Ástæðum til að klára ekki skoðun fyrir helgina hefur farið mjög fækkandi með þessu.

Sjáumst með góða skapið og allt á hreinu.

Stjórn VÍK

 

Skildu eftir svar