Stjórn VÍK vill þakka öllum þeim sem komu að Klausturskeppninni 2014.
Heiðursfólkinu að Ásgarði þökkum við fyrir frábært samstarf og alla þá ómældu vinnu sem þau hafa lagt fram.
Þessi heiðursmaður á allar þakkir skilið enda brautarlögnin að mestu honum að kenna 🙂 Til að heiðra hann hefur brúin verið nefnd eftir honum og heitir héðan í frá Kjartans-brú.Fyrir ykkur sem ekki þekkið þessa! Þetta er hún Bína Blíða. Það væri sennilega einfaldara að telja það upp sem hún aðstoðar okkur ekki við.
Meistari Einar hefur séð um skráningarmálin í mörg ár og stóð sína plikt með BRAVÖR enn eitt árið. Við sendum hann reyndar ekki heim með þyrlu þetta árið.Helgu þekkja allir, enda er hún okkar sérfræðingur í verðlauna og skráningarmálum. Og eignlega bara öllu sem viðkemur keppnum.Svo er það gamla díselvélin, eins og hann kallar sig sjálfur. Hann þekkja allir. Hann málar, mokar og allt sem þarf að aðstoða við.
Áðurnefnd Kjartans-brú
Allir hinir sem ekki eru taldir upp hér!! Það er ekki vegna vanþakklætis. Eigum bara ekki myndir af öllum 🙂
Enn og aftur. Takk fyrir okkur. Sjáumst a.m.k að ári á Klaustri.