Brautin á Akureyri er með þeim skemmtilegri á landinu og í dag var engin undantekning á því. Bjarki og félagar í KKA voru búnir að gera stórvirki á svæðinu og brautin leit hrikalega vel út í morgun. 66 keppendur voru skráðir til keppni og áttu langflestir mjög skemmtilegan dag. Eitt óhapp varð í dag og vonandi að þeir sem urðu fyrir hnjaski verði snöggir að koma til baka.
Ekki var mikið um óvænt úrslit og eiginlega varð þetta dagur fullra húsa. Eyþór Reynisson sigraði í báðum motoum í MX Open og það með yfirburðum, Sölvi Borgar og Aron Ómars áttu flotta spretti en #11 átti nóg inni og gerði það sem þurfti til að vinna. Hlynur Örn sigraði MX Unglingaflokk með fullu húsi rétt og eins og feðginin Anita Hauksdóttir í Kvennaflokk og Haukur Þorsteinsson í 40+ og Elmar Darri Vilhelmsson í 85 flokki eftir glæsilegan akstur.
Keppnin er komin í heild sinni á Mylaps vefinn hér: http://www.mylaps.com/en/events/1040338
Championship upplýsingar birtast þó ekki þar vegna bilunar sem ekki hefur enn verið lagfærð hjá Mylaps, því miður.
Staðan í Íslandsmótinu 2014 sést því hér á eftir: