Það er búið að fara í hressilegar breytingar á öllum þremur brautum í Bolaöldu.
Stóra MX brautin fékk verulega yfirhalningu með dassi af breytingum.
Barnabrautin fékk yfirhalningu og breytingu.
85 cc brautin fékk verulega yfirhalningu og breytingu.
Eftir allar þessar breytingar viljum við benda fólki á að fara rólega amk í fyrsta hring, rétt á meðan það er verið að sjá breytingarnar og hvernig þær virka.
OG SVO ER ÞAÐ LYKILATRIÐIÐ.
ÞAÐ MÁ BÚAST VIÐ ÞVÍ ÞEGAR FARIÐ HEFUR VERIÐ ÚT Í SVONA BREYTINGAR OG VINNU AÐ ÞAÐ KOMI UPP GRJÓT.
VINSAMLEGAST GEFIÐ YKKUR TÍMA, STIGIÐ AF HJÓLUNUM OG TAKIÐ STÆSTU STEINANA ÚR BRAUTINNI.
Við höfum ekki mannskap til að ganga á eftir ykkur og hreinsa steina, þetta er jú gert meira og minna í sjálfboðavinnu fyrir ykkur = það sem þið gerið er verið að gera fyrir ykkur sjálf.
OG ekki gleyma miðum eða árskortum, einhvern vegin verðum við að borga fyrir ýtuvinnuna.
„Það gerir enginn neitt fyrir einn né neinn sem gerir ekki neitt fyrir einn né neinn “ Munið það börnin góð.
Opnuatímar í Bolaöldum:
- Laugadaga – Sunnudaga 10 – 17.
- Mánudaga LOKAÐ
- Þriðjudaga 15 – 21
- Miðvikudaga 15 – 21 ATH farið varlega í brautinni vegna æfinga.
- Fimmtudaga 15- 21
- Föstudaga 17- 21