Dúbl í Horn varð bara „standard“ Horn í Horn

HIH_Lurkur
Fjöbreytileiki rekaviðsins á Langanesi er gríðarlegur. Þessi drumbur lá t.d. við innganginn á vitanum í gær!

Framhaldsaga af Einar Ofur.

Hér er frásögn frá Einari eftir ferðina:

Djö..!
Þetta leit svo helvíti vel út – þ.e.a.s. í Excel…!
Þó ég hafi notað Excel Professional Plus 2010, þá vantar í það m.a. „addon“ fyrir, dimma/kalda/blauta þoku og fl. smálegt úr raunheimum.
Stutta útgafan af þessu er semsé sú að kapallinn stefndi strax í að ganga ekki upp, þarna í þokuni þessar þrjár fyrstu klukkustundir..!
Ég reyndi að vinna tapaðan tíma upp frá Nýjadal og að Öskju, en sú tilraun rann út í sandinn þegar það sprakk að framan rétt áður en ég koma að Dreka.
Þá breyttist þetta nú eiginlega í að verða bara „standard“ Horn í Horn  túr þar sem í upphafi stóð til að ná þessu innan 24 klst.   🙂
Ekkert annað sem lá þá fyrir, en að klára það bara og bæta kannski tímann frá þvi 2008.
Það tókst reyndar ágætlega þrátt fyrir aukavesenið allt – Semsé nýr Horn í Horn tími – 14 klst.
Svo eftir að ég kom frá Fonti, þá breyttist þetta bara í lúxus ferð – Sund á Þórshöfn og pulsa með öllu.
Og svo átti ég stefnumót við kærustuna mína, hana Dóu, sem tók ekki annað í mál en að koma með kerru á móti peyjanum og skutla mér og hjólinu heim.
Við hittumst svo rétt sunnan við Akureyri – hjólið á kerru, karlinn í þurra sokka – hiti í sætinu – easy jazz í útvarpinu og súkkulaði á kanntinum.
Verður ekki betra … Yndislegt!
Kveðja góð
EiS

HIH_Sprungt
Ótrúlega margir hjólastandar á hinu Íslenska hálendi – Þennan fann ég t.d. rétt við Öskju og hann passi fullkomlega fyrir KTM 690 hjólið, sem var alveg frábært í þessari ferð, þó það hafi orðið loftlaust að framan í tvígang.
undefined
Vita vonlaust..!

Skildu eftir svar