Keppt var í motocrossi á Unglingalandsmótinu á Sauðárkróki á sunnudag.Um 20 keppendur á aldrinum 11-16 ára tóku þátt en þátttaka hefði klárlega mátt vera meiri. Brautin á Króknum er skemmtileg og var í mjög góðu standi og greinilega mikil vinna verið lögð í undirbúning fyrir keppnina.

Sebastian Georg A. Vignisson sigraði unglingaflokk karla og Gyða Dögg Heiðarsdóttir sigraði kvennaflokkinn. Á 85 hjólum var Víðir Tristan Víðisson hraðastur af strákunum og María Dögg Jóhannesdóttir varð í fyrsta sæti af stelpunum.
Keppnin er sjáanleg á vef Mylaps.com hér: