Hér koma allar helstu upplýsingar fyrir Brynju-enduroið í Kópavoginum á morgun:
Mæting er alls ekki seinna en kl. 11 við gömlu Reiðhöllina við Álalind (Áhaldahús Kópavogs er í sömu götu. Pitturinn er vestan/utan við Reiðhöllina. Fyrir og eftir keppni er DAUÐUR MÓTOR á svæðinu!
Við keyrum bólukerfið og allir fá bólu úthlutað með armbandi fyrir keppni.
Prufuhringur er kl. 11.30 og start verður kl. 12 stundvíslega-ish
Keppendur eru orðnir um 70 talsins! Við höfum raðað keppendum saman í tveggja manna lið (liðin ættu að vera nokkuð jöfn amk. að okkar mati). Annar liðsmaðurinn startar á meðan hinn bíður. Brautin er ca 5 mín. löng þannig að hver keppandi keyrir max tvo hringi í einu (mega keyra einn hring en ekki þrjá) og svo skiptast liðsfélagarnir á bólunni.
Keppni lýkur kl. 14, sigurvegarar eru þeir sem keyra flesta hringi ef einhver er að spá. Glæsilegir vinningar eru í boði fyrir sigurvegara auk fjölda útdráttarverðlauna fyrir aðra keppendur.
Það þarf vonandi ekki að taka það fram að allur akstur er BANNAÐUR á svæðinu eftir keppni og mjög mikilvægt að það sé virt svo við eigum séns á að fá þetta svæði aftur síðar ef vilji verður fyrir hendi.
Spáin er bara fín fyrir morgundaginn og það er enn möguleiki á að skrá sig til keppni með pósti á guggi@flug.is eða á staðnum á morgun.
Hægt er að greiða keppnisgjald með peningum eða posa á morgun eða með millifærslu á reikning 537 26 501101, kt. 480592-2639 með skýringunni „Brynja“.
Þeir sem vilja styrkja framtakið geta líka millifært sinn styrk á þennan reikning eða keypt sér kaffi og meððí eða annan varning í BínuBúllu sem verður á staðnum.
Sjáumst á morgun 🙂