VÍK-VERJAR Í VETRARHAM

Stjórn VÍK mætti á vinnufund í Bolaöldu í gærkvöldi. Verkefni kvöldsins voru að ganga frá vökvunarkerfinu fyrir veturinn. Allir stútar voru teknir af, öllu vatni tappað af kerfinu og ýmislegt annað sem gera þurfti og græja. Því miður er brautin ófær vegna vatnselgs neðst í gryfjunni. Við ætlum að taka stöðuna á brautinni um helgina til að sjá hvort hægt er að að hagræða einhverju í brautinni svo að hún verði nothæf. Ein leiðin til þess er að taka slóða fram hjá pollinum þ.e fara fyrir ofan pollin og þar inn í brautina. Við munum láta vita hér á netinu ef brautin verður nothæf.FullSizeRender (5)STJÓRNIN.

Skildu eftir svar