SUNNUDAGSSPRETTUR

Motocross æfingamót á Sunnudag 30 Ágúst. kl. 14:00 í Bolöldu
Á sunnudaginn verður haldið æfingamót í motocross í Bolaöldu. Keppni hefst kl. 14:00. Engin skráning, ekkert skráningargjald – bara að mæta og borga brautargjaldið! Snæland Video splæsir í grillaða og gómsæta vinninga. Fyrirkomulag verður start + 2 hringir, 3 moto og síðan úrslitariðill. Keppendum skipt upp í hópa eftir fjölda og getu – og því kærkomið fyrir nýliða sem aldrei hafa keppt að mæta og prófa. Old Boys kappar sérstaklega velkomnir, því það verður keyrt í Upside-Up demparaflokki, fornhjólaflokki (MX hjól með blöndunga), og í veltiþyngdarflokki (þar sem ökumaður er þyngri en hjólið) – ef næg þáttaka fæst. Von er á erlendum keppendum í þetta mót og hefur amk einn frá Spáni boðað komu sína. Spurning hvort þetta endi sem MX des Nations keppni og keyrt í landsliðum…!!! Búið er að panta frábært veður fyrir sunnudaginn – þurrt, sól, og 12 stig! Hlökkum til að sjá sem flesta í frábærri braut í Bolaöldu;)

Skildu eftir svar